Íslenski boltinn

Umfjöllun: Nauðsynlegur sigur FH í markasúpu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Enn er von hjá FH-ingum eftir að þeir unnu 5-3 sigur á Keflavík í leik sem fer í flokk með þeim skemmtilegri þetta sumarið. Leikurinn verður þó ekki notaður í kennslu í varnarleik í framtíðinni.

Öll efstu lið deildarinnar unnu í kvöld og staðan í titilbaráttunni helst því óbreytt. FH-ingar þurfa að vinna Fram og treysta á að Blikar og Eyjamenn misstígi sig í lokaumferðinni.

Sigur FH var fyllilega verðskuldaður en Keflvíkingar nýttu sín færi vel, áttu þrjú skot á markið í leiknum og öll enduðu þau í netinu. Heimamenn ógnuðu mun meira og voru baneitraðir fram á við.

FH braut ísinn eftir aðeins fimm mínútur þegar Atli Viðar Björnsson skoraði. Keflvíkingar svöruðu með tveimur mörkum og náðu forystu, fyrst var það Haukur Ingi Guðnason eftir skelfileg mistök hjá Tommy Nielsen og svo Bjarni Hólm Aðalsteinsson í kjölfarið á aukaspyrnu.

FH-ingar náðu að snúa þessu sér í vil fyrir hálfleik. Björn Daníel Sverrisson jafnaði og rétt fyrir hálfleikinn slapp Atli Viðar Björnsson í gegn og kláraði snilldarlega. Staðan 3-2 í hálfleik.

Brynjar Örn Guðmundsson jafnaði með laglegu marki. Þá skoraði Björn Daníel aftur, var einn á auðum sjó í teignum, og staðan 4-3. Matthías Vilhjálmsson skoraði síðan síðasta markið úr vítaspyrnu sem dæmd var á hendi.

Fyrirtaks skemmtun, nóg af mörkum og mikið fjör í Krikanum í kvöld.

FH - Keflavík 5-3

1-0 Atli Viðar Björnsson (5.)

1-1 Haukur Ingi Guðnason (10.)

1-2 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (17.)

2-2 Björn Daníel Sverrisson (25.)

3-2 Atli Viðar Björnsson (44.)

3-3 Brynjar Örn Guðmundsson (51.)

4-3 Björn Daníel Sverrisson (63.)

5-3 Matthías Vilhjálmsson (víti 74.)

Áhorfendur: 1.858

Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6

Skot (á mark): 16-4 (11-3)

Varin skot: Gunnleifur 0 - Lasse 6

Horn: 5-1

Aukaspyrnur fengnar : 10-15

Rangstöður: 6-2

FH 4-3-3:

Gunnleifur Gunnleifsson 5

Pétur Viðarsson 5

Freyr Bjarnason 5

Tommy Nielsen 3

Hjörtur Logi Valgarðsson 4

Hákon Atli Hallfreðsson 6

Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins

Ólafur Páll Snorrason 6

Matthías Vilhjálmsson 8

Atli Guðnason 7

Atli Viðar Björnsson 8

(85. Gunnar Kristjánsson -)

Keflavík 4-5-1:

Lasse Jörgensen 5

Guðjón Árni Antoníusson 4

Haraldur Freyr Guðmundsson 5

Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6

Alen Sutej 3

Brynjar Guðmundsson 5

Hólmar Örn Rúnarsson 6

Andri Steinn Birgisson 4

(68. Jóhann B. Guðmundsson 4)

Guðmundur Steinarsson 4

(78. Magnús Matthíasson -)

Hörður Sveinsson 4

Haukur Ingi Guðnason 8

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að sjá lýsinguna: FH - Keflavík








Fleiri fréttir

Sjá meira


×