Enski boltinn

Ferguson vill meira frá framherjum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur skorað á framherjana sína að vera miklu grimmari fyrir framan mark andstæðingana. Ef þeir væru það þá myndi United ekki tapa niður unnum leikjum.

United hefur misst af fjórum stigum sem þeir voru svo gott sem búnir að næla sér í. Ef United hefði klárað þá leiki væri liðið jafnt Chelsea á toppnum. Stigin sem United hefur tapað eru því mikilvæg.

"Að missa leik niður í jafntefli einu sinni er kannski óheppni en að gera það tvisvar er ekkert annað en kæruleysi og við verðum að laga þetta," sagði Ferguson.

"Þegar ég hugsa til baka þá voru Yorke, Cole, Sheringham og Solskjær allir ófyrirleitnir í nálgun sinni fyrir framan markið og kláruðu leiki. Framherjar okkar i dag verða að læra það."

Berbatov, Rooney, Hernandez og Owen hafa skorað fjögur mörk samtals í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×