Enski boltinn

McLeish framlengir við Birmingham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Alex McLeish, stjóri Birmingham, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem mun halda honum þar til ársins 2013.

McLeish hefur verið hjá félaginu síðan 2007 er hann hætti með skoska landsliðið.

Hann náði ekki að bjarga liðinu frá falli á fyrsta tímabilinu sínu með liðið. McLeish fór þó með liðið strax upp aftur og í fyrra endaði liðið í efri hluta deildarinnar. Það var besti árangur félagsins í hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×