Handbolti

Svíar unnu Norðmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Kim Andersson, fyrirliði Svía.
Kim Andersson, fyrirliði Svía.

Um helgina lögðu bæði Svíar og Norðmenn lokahöndina á undirbúninginn fyrir EM í Austurríki sem hefst á morgun. Liðin mættust í æfingaleik og höfðu Svíar betur, 32-28.

Leikurinn fór fram í Osló en það var Robert Arrhenius sem var markahæsti leikmaður Svía með sjö mörk. Frank Löke skoraði sex mörk fyrir Norðmenn.

Norðmenn eru í A-riðli ásamt Króötum, Rússum og Úkraínumönnum og mæta fyrstnefndu þjóðinni annað kvöld.

Svíar eru hins vegar í C-riðli og mæta Slóvenum á sama tíma. Þýskaland og Pólland eru í sama riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×