Fótbolti

Henry mætir aganefnd FIFA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frakkar fagna markinu umdeilda.
Frakkar fagna markinu umdeilda.

Thierry Henry gengur á fund aganefndar FIFA í dag en þá verður honum gert að útskýra mál sitt varðandi markið fræga er kom Frökkum á HM. Eins og kunnugt er lagði Henry boltann fyrir sig með hendinni áður en hann lagði upp markið.

Aganefndin mun skoða myndbandsupptökur og hlusta á vitnisburð Henry áður en nefndin kveður upp dóm sinn í málinu.

Henry mun eflaust halda uppi miklum vörnum en reglur FIFA kveða á um að aðeins sé hægt að refsa leikmönnum sem nota hendur til þess að verjast marki.

Því er talið líklegt að Henry sleppi með skammir og geti því spilað á HM næsta sumar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×