Handbolti

Guðmundur: Aron og Logi klárir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Mynd/Anton
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði eftir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag að þeir Aron Pálmarsson og Logi Geirsson væru báðir klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Serbum á morgun.

Keppni í EM í handbolta hefst hér í Linz í Austurríki á morgun en íslenska landsliðið æfði í keppnishöllinni nú síðdegis.

„Logi og Aron eru allir að koma til og það er allt annað að sjá til þeirra í dag," sagði Guðmundur við Vísi. „Ég hef því enga ástæðu til að ætla annað en að þeir verði orðnir klárir í slaginn og við erum bjartsýnir fyrir þeirra hönd."

Aron meiddist á æfingu á föstudaginn og var því ekki með Íslandi á æfingamótinu sem liðið keppti á í Frakklandi um helgina.

Og Guðmundur segir að aðrir leikmenn séu einnig tilbúnir fyrir átökin gegn Serbíu á morgun.

„Það eru nokkrir leikmenn með smá eymsli en það er alls ekkert alvarlegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×