Enski boltinn

Essien verður lengi frá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landslið Ghana og Chelsea urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að miðjumaðurinn Michael Essien spilar ekki fótbolta næstu vikurnar vegna hnémeiðsla.

Essien meiddist á æfingu með landsliði Ghana. Hann spilar ekki meira með Ghana í Afríkukeppninni.

Hann mun þess utan missa af leikjum með Chelsea í deildinni. Hann verður væntanlega ekki orðinn klár í slaginn þegar Chelsea mætir Inter í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×