Handbolti

Logi: Vildi spara skotin fyrir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Mynd/Anton
Það vakti athygli að Logi Geirsson skaut afar lítið á mark andstæðingsins í æfingaleikjum íslenska landsliðsins fyrir EM sem hefst í Austurríki í dag.

Logi hefur átt við meiðsli að stríða en hann gekkst undir aðgerð á öxl í mars síðastliðnum. Hann hefur því lítið spilað síðan hann meiddist á miðju síðasta tímabili.

„Öxlin hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Ég hef líka verið í strangri meðferð hjá sjúkraþjálfara landsliðsins og einnig í nálarstungumeðferð. Það er öllu mögulegu beitt sem getur hjálpað mér."

„En ástæðan fyrir því hvað ég hef skotið lítið er sú að mér finnst meiru máli skipta að vera heill og með öxlina í 100 prósent lagi fyrir alvöruna í EM en í einhverjum æfingaleikjum," sagði Logi. Hann segist einnig vera klár í slaginn fyrir leikinn í dag en Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×