Handbolti

Þýskir tvíburar dæma leik Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Tvíburabræðurnir.
Tvíburabræðurnir.

Þýsku tvíburabræðurnir Bernd og Reiner Methe munu dæma viðureign Íslands og Serbíu á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Austurríki á morgun.

Þetta er í annað skipti sem þeir bræður dæma á stórmóti í handbolta karla en þeir voru einnig fulltrúar Þýskalands á HM þar í landi fyrir þremur árum síðan.

"Við hlökkum mikið til Evrópumeistaramótsins. Við erum vel undirbúnir og í toppformi," sagði Reiner Methe í samtali við þýska fjölmiðla.

Alls eru tólf dómarapör á EM í handbolta en þó ekkert frá Íslandi að þessu sinni.

Þeir Nordine Lazaar og Laurent Reveret frá Frakklandi munu dæma viðureign Austurríkis og Danmerkur í sama riðli á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×