Handbolti

Guðmundur henti Ólafi út í djúpu laugina á móti Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson í leiknum í dag.
Ólafur Guðmundsson í leiknum í dag. Mynd/AFP
Hinn 19 ára Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu á móti Frökkum í úrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í París í dag. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu og sýndi oft á tíðum flott tilþrif í bæði sókn og vörn.

Ólafur fékk fá tækfæri í fyrstu fjórum undirbúningsleikjum íslenska liðsins fyrir EM í Austurríki en nú ákvað Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, að henda stráknum út ú djúpu laugina.

„Ólafur gerði þetta mjög vel og var með sex mörk en auðvitað gerði hann svolítið af tæknifeilum.

Ég var mjög sáttur með hann," sagði Guðmundur Guðmundsson.

Ólafur skoraði 5 mörk úr 9 skotum í fyrri hálfleik mörg hver með stórglæsilegum skotum en hann var ekki eins áræðinn í seinni hálfleiknum þar sem hann skoraði 1 mark úr 3 skotum. Ólafur átti líka þrjár stoðsendingar og komu þær allar í seinni hálfleiknum.

„Ég held að það sé ekki hægt að fá stærri leik fyrir fram einhverja fimmtán þúsund áhorfendum á heimavelli Heims- og Ólympíumeistara Frakka. Það er ekki hægt að fá stærra verkefni í æfingarleik," sagði Guðmundur.

Rætt verður frekar við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×