Handbolti

Momir Ilic: Ætlum að gera betur en á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Ilic leikur með Íslendingaliðinu Kiel.
Ilic leikur með Íslendingaliðinu Kiel.

Momir Ilic er lykilmaður í serbneska landsliðinu sem verður fyrsti andstæðingur Íslands á EM í Austurríki sem hefst í vikunni.

Serbar hafa verið í æfingabúðum í Frakklandi en þeir ætla sér stóra hluti á EM í Austurríki, sérstaklega þar sem EM 2012 verður einmitt haldið í Serbíu.

Ilic sagði þó að það væri erfitt að meta stöðu liðsins þegar enn er svo langt í mótið.

"Ég vona að við getum frekar metið stöðu okkar eftir leikina í riðlakeppninni," sagði Ilic. "Það væri óábyrgt af mér að segja að við stefndum að því að komast á verðlaunapall. Þetta fer allt eftir dagsforminu."

"Ég tel þó að raunhæft markmið sé að bæta árangur okkar frá HM í Króatíu," bætti hann við en Serbar urðu í áttunda sæti á mótinu. Það var í fyrsta sinn sem þeir tóku þátt í stórmóti í handbolta sem sjálfstæð þjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×