Fleiri fréttir

Markalaust hjá Aston Villa og West Ham

Astion Villa náði aðeins einu stigi á heimavelli á móti West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og Villa-menn þurfa að sýna meira ætli þeir sér að vera í hópi bestu liðanna.

Frakkar eru fjórum mörkum yfir í hálfleik

Íslenska karlalandsliðið er fjórum mörkum undir í hálfleik, 13-17, í úrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í París. Guðmundur Guðmundsson hefur hvílt lykilmenn liðsins í fyrri hálfleik en markahæstur er FH-ingurinn ungi Ólafur Guðmundsson með fimm mörk.

Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild

Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ.

Jón Arnór stigahæstur í tapleik hjá CB Granada

Jón Arnór Stefánsson átti fínan leik með CB Granada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en það dugði þó ekki til sigurs því CB Granada tapaði með tólf stigum á heimavelli fyrir Bilbao, 66-78.

Besta byrjun Strákanna okkar á landsliðsári síðan 1964

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 30-27 sigur á Spánverjum í gær í undanúrslitum hraðmótsins í Frakklandi og hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína á árinu 2010. Strákarnir okkar hafa ekki byrjað landsliðsár betur í heil 46 ár eða síðan að íslenska landsliðið sló í gegn á HM í Tékkóslóvakíu 1964.

Þrír leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag

Það fara fram þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag en flestra augu verða örugglega á leik Bolton og Arsenal á Reebok-vellinum þar sem Owen Coyle stjórnar liði Bolton í fyrsta skiptið eftir að hafa yfirgefið Burnley.

Helena og félagar í TCU skelltu toppliðinu

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar TCU vann 80-63 sigur á San Diego State í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Helena var með 22 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum.

Moyes um Fellaini: Nú sjá allir það sem ég var að tala um

Marouane Fellaini átti frábæran leik þegar Everton vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Moyes, stjóri Everton, rifjaði upp eftir leikinn það sem hann sagði um þennan snjalla Belga fyrir nokkrum vikum síðan.

Björk með tvennu í fyrsta leiknum sínum með Val

Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk í fyrsta mótsleik sínum með Val þegar Valskonur unnu 10-0 sigur á Þrótti í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmótinu. Dagný Brynjarsdóttir var með þrennu í leiknum.

Barcelona komið með fimm stiga forskot á Spáni

Barcelona tryggði sér fimm stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Sevilla á Camp Nou í kvöld. Lionel Messi varð í leiknum sextándi leikmaður Barcelona sem nær því að skora hundrað mörk fyrir félagið en hann skoraði tvo síðustu mörk Barca.

Eiður Smári kom inn á og Mónakó vann góðan sigur

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og hjálpaði Mónakó að vinna 2-0 sigur á Sochaux í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíumaðurinn skoraði bæði mörk Mónakó á síðustu sex mínútum leiksins.

Phil Brown um Myhill: Varði sex sinnum á heimsmælikvarða

Phil Brown, stjóri Hull, hrósaði markverði sínum Boaz Myhill eftir markalaust jafntefli á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Boaz Myhill hélt sínu liði á floti í leiknum með hverri frábærri markvörslunni á fætur annarri.

Everton vann sannfærandi sigur á City - fyrsta tap Mancini

Manchester City tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Ítalans Roberto Mancini þegar liðið lá 0-2 fyrir Everton á Goodison Park íensku úrvalsdeildinni í kvöld. City-liðið átti aldrei möguleika á móti frískum og baráttuglöðum heimamönnum.

Ekkert breyttist á toppi N1 deildar kvenna í handbolta

Þrjú efstu lið N1 deildar kvenna í handbolta, Valur, Fram og Stjarnan, unnu öll örugga heimasigri í dag. Valur vann FH með 15 marka mun, Stjarnan vann KA/Þór með 14 marka mun og Fram vann Hauka með 11 marka mun.

Mörk Emils og Heiðars dugðu ekki liðum þeirra í dag

Emil Hallfreðsson og Heiðar Helguson voru báðir á skotskónum í ensku b-deildinni í dag en það dugði þó ekki liðum þeirra því þau urðu bæði að sætta sig við 1-2 tap. Öll fimm Íslendingalið deildarinnar töpuðu sínum leikjum.

Íslendingar mæta Frökkum í úrslitaleiknum

Frakkar unnu öruggan 17 marka sigur á Brasilíumönnum, 37-20, í seinni undanúrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í Frakklandi. Strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Spánverjum fyrr í dag.

Chelsea skoraði sjö mörk á móti Sunderland - United vann líka

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester United, unnu bæði góða sigra á heimavelli í dag og því heldur Chelsea áfram eins stigs forskoti á toppnum. Chelsea burstaði Sunderland á sama tíma og Manchester United vann 3-0 sigur á Burnley.

Framkonur fóru létt með Haukana í Safamýrinni

Fram vann ellefu marka sigur á Haukum, 32-21, í N1 deild kvenna í handbolta Safamýrinni í dag. Fram hafði mikla yfirburði í leiknum og Haukarnir töpuðu því enn á ný stórt á móti bestu liðum deildarinnar. Íris Björk Símonardóttir og Karen Knútsdóttir voru báðar í miklu stuði hjá Framliðinu í leiknum.

Rafa Benitez: Ég held áfram vegna stuðningsmannanna

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, þakkaði stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðning þeirra í 1-1 jafntefli liðsins á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á 90. mínútu leiksins og skelfileg vika fékk því slæman endi.

Stoke jafnaði á 90. mínútu á móti Liverpool

Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli á útivelli á móti Stoke í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Það stefndi lengi vel í Liverpool-sigur en heimamenn í Stoke náðu að jafna leikinn á lokamínútu leiksins. Dirk Kyut skallaði síðan í stöngina úr dauðafæri í uppbótartímanum og vandræði Rafel Benitez og lærisveina hans halda áfram.

Björgvin Páll í miklu stuði í seinni og Ísland vann Spán

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann góðan þriggja marka sigur á Spánverjum, 30-27, í undanúrslitaleik liðanna á hraðmótinu í Bercy-höllinni í París í Frakklandi. Björgvin Páll Gústavsson var maður seinni hálfleiksins þar sem að hann varði fjórtán af 19 skotum sínum í leiknum.

Ferguson lofar Michael Owen fleiri leikjum á næstu vikum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lofað Michael Owen því að hann fá fleiri leiki með liðinu á næstu vikum. Michael Owen hefur aðeins verið einu sinni í byrjunarliði Manchester United síðan að hann skoraði þrennu á móti Wolfsburg í Meistaradeildinni fyrir sex vikum síðan.

Ancelotti: Betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir alveg að liðið hans hafi haft heppnina með sér þegar Manchester United og Arsenal nýttu hvorug tækifæri sitt þegar þau gátu komist upp fyrir Chelsea og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en er enn með eins stigs forskot á Manchester United.

Fyrsti leikurinn við Spánverja síðan í undanúrslitunum í Peking

Íslenska karlalandsliðið mætir Spánverjum klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma í fyrri leik sínum á hraðmótinu í Frakklandi. Mótið heitir Tournoi De Paris og er oft kennt við Bercy-höllina í París þar sem það fer fram. Þetta er næstsíðasti æfingaleikur liðsins fyrir EM í Austurríki sem hefst á þriðjudaginn en lokaleikurinn fer fram á morgun þegar spilað er um sæti.

Maxi Rodriguez og Alberto Aquilani byrja báðir á bekknum

Rafel Benitez tók Ítalann Alberto Aquilani út úr byrjunarliði Liverpool fyrir leikinn á móti Stoke City í ensku úrvalsdeildinni á eftir og það þrátt fyrir að liðið sé án Steven Gerrard, Fernando Torres og Yossi Benayoun.

Aquilani: Við verðum bara að halda áfram án Torres og Gerrard

Ítalski miðjumaðurinn Alberto Aquilani verður væntanlega í enn stærra hlutverki en vanalega þegar Liverpool sækir Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni á eftir því liðið verður án skapandi manna eins og Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoon sem meiddust allir í bikartapinu á móti Reading.

Leik Portsmouth og Birmingham frestað - völlurinn á floti

Leik Portsmouth og Birmingham sem fram átti að fara í ensku úrvalsdeildinni í dag hefur verið frestað vegna þess að Fratton Park er á floti eftir mikla rigningu síðasta sólarhringinn. Hermann Hreiðarsson og félagar fá því frí í dag.

Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni - sjö leikir á dagskrá

Toppliðin Chelsea og Manchester United spila bæði í ensku úrvalsdeildinni í dag en þá fara fram sjö leikir. Fjörið byrjar klukkan 12.45 með afar fróðlegum leik Stoke og Liverpool á Britannia-vellinum og endar með leik Everton og Man City á Goodison Park klukkan 17.30. Allir hinir fimm leikirnir hefjast klukkan 15.00.

Lakers endurheimti Gasol og náði góðri hefnd gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 30 stig í 40 stiga sigri Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers, 126-86, í NBA-deildinni í nótt. Clippers vann leik liðanna í dögunum en Lakers hefndi með því að vinna stærsta sigur sinn á Clippers síðan í litla liðið í Los Angeles flutti í Staples Center 1994.

Arenas játar sekt sína

Körfuboltakappinn Gilbert Arenas hjá Washington Wizards játaði sekt sína fyrir framan dómara í dag. Hann er sakaður um að hafa borið skotvopn án þess að hafa tilskilin leyfi. Byssuna var hann með í búningsklefa Wizards. Reyndar var hann með fjórar byssur í skápnum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir