Enski boltinn

Arsenal ætlar að bjóða í Smalling

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsenal er sagt ætla að bjóða Fulham 7 milljónir punda fyrir varnarmanninn og enska unglingalandsliðsmanninn, Chris Smalling.

Þó svo Arsene Wenger sé búinn að semja við Sol Campbell vill hann hafa fleiri möguleika á hendi í varnarleiknum og hann sér Smalling fyrir sér sem framtíðarmann.

Þess utan ætlar Wenger að senda Philippe Senderos að láni til Celtic.

Smalling er tvítugur að aldrei og mætti leika með Arsenal í Meistaradeildinni þó svo hann hafi spilað með Fulham í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×