Handbolti

Logi: Þeir eru farnir að kalla mig Stockton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton

Strákarnir okkar komu til Austurríkis í nótt eftir ferðalag frá Frakklandi og eru á æfingu í Linz núna.

Það virðist vera létt yfir strákunum og Logi Geirsson nýtti frítímann í dag til þess að uppfæra bloggsíðuna sína.

Logi er skemmtilegur bloggari og hann greinir meðal annars frá því í dag að strákarnir séu farnir að kalla hann Stockton. Nafngiftin er í höfuðið á stoðsendingakónginum John Stockton sem lék með Utah Jazz.

Skal engan undra að strákarnir séu farnir að kalla hann Stockton þar sem Logi hefur læst fallbyssuna inn í skáp í síðustu leikjum og látið sér duga að mata félaga sína með glæsilegum sendingum.

Hægt er að nálgast bloggsíðu Loga hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×