Enski boltinn

Lampard: Verðum að halda Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frank Lampard segir að forráðamenn Chelsea verði að gera allt sem þeir geta til þess að halda Joe Cole áfram hjá félaginu.

Enski landsliðsmaðurinn hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Chelsea þó svo hann hafi verið í samningaviðræðum síðan árið 2008. Samningur hans rennur út í sumar og hann gæti því gengið út frá félaginu og samið við hvaða lið sem er.

Sú staðreynd hefur ekki farið framhjá forráðamönnum Man. City og Tottenham sem eru sögð hafa borið víurnar í leikmanninn.

„Joe er magnaður leikmaður og ég vona svo innilega að við höldum honum. Ég held að allir leikmenn liðsins séu sammála mér í því," sagði Lampard.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×