Handbolti

Ekki uppselt á fyrsta leik Austurríkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Dagur og félagar eru ekki að trekkja nægilega vel að.
Dagur og félagar eru ekki að trekkja nægilega vel að. Nordic Photos / Bongarts

Ekki virðist vera mjög mikill áhugi fyrir Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Austurríki á morgun.

Heimamenn mæta Evrópumeisturum Dana í fyrstu umferð riðlakeppninnar á morgun og er ekki enn uppselt á leikinn.

Fram hefur komið í austurrískum fjölmiðlum að forráðamenn keppninnar eigi von á um 4500 áhorfendum en Intersport-höllin í Linz tekur 5500 manns í sæti.

Þó er eitthvað fjallað um leikinn gegn Dönum og mótið allt í austurrískum fjölmiðlum í dag. Austurríki er nú að taka þátt í sinni fyrstu úrslitakeppni EM og á sínu fyrsta stórmóti í handbolta í langan tíma.

Leikurinn við Dani hefst klukkan 17.00 á morgun en leikur Íslands og Serbíu svo klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×