Enski boltinn

Mancini ekki hleypt inn á veitingastað í eigu Rio Ferdinand

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, lenti í neyðarlegri uppákomu um helgina þegar hann ætlaði að bjóða samstarfsmönnum sínum í mat.

Mancini mætti á veitingastaðinn Rio´s Rosso sem er í eigu Rio Ferdinand, varnarmanns Man. Utd.

Þar var ekki tekið blíðlega á móti City-stjóranum því honum var vísað út þar sem hann átti ekki pantað borð.

Mancini og félagar urðu að fara á ítölsku keðjuna Bella Italia sem býður ekki upp á mat í sama gæðaflokki og hið fína veitingahús Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×