Fleiri fréttir

Gummersbach í úrslit EHF keppninnar

Þýska liðið Gummersbach tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum í EHF keppninni í handbolta þrátt fyrir 32-28 tap fyrir spænska liðinu Aragon á útivelli.

Munum taka mjög vel á móti íslenskum bakvörðum

"Ég er alveg viss um að við getum gert góða hluti með þetta lið," sagði Ingi Þór Steinþórsson sem í dag skrifaði undir samning um að taka að sér þjálfun karla- og kvennaliðs Snæfells næsta vetur.

Tugay fer frá Blackburn í sumar

Miðjumaðurinn gamalreyndi Tugay hjá Blackburn mun fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn í sumar eftir átta ára veru að sögn Sam Allardyce knattspyrnustjóra. Tugay er 38 ára gamall og kom til liðsins frá Rangers fyrir 1,3 milljónir punda á sínum tíma.

Ótrúlegur viðsnúningur hjá Ramos

Juande Ramos hefur heldur betur rétt úr kútnum sem þjálfari eftir að hann var rekinn frá Tottenham í haust. Undir stjórn Ramos hefur Real Madrid náð lengstu sigurrispu í sögu félagsins.

Notaði Englandsdrottningu sem skotmark

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hjá AC Milan rifjaði í nýlegu viðtali upp prakkarastrik sín þegar hann var leikmaður Glasgow Rangers á árum áður.

Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórssn er úr leik á opna Spánarmótinu í golfi eftir að hafa lokið öðrum hringnum á mótinu á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari.

FH vann Lengjubikarinn

FH-ingar unnu í dag sinn fjórða sigur í deildabikarkeppninni frá árinu 2004 þegar þeir lögðu Breiðablik örugglega 3-0 í Kórnum í Kópavogi.

Barry getur farið ef hann vill

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að Gareth Barry yfirgefi herbúðir liðsins í sumar ef honum sýnist svo.

Endurkoma Garnett útilokuð

Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi í fjölmiðlum í Boston í dag um að framherjinn Kevin Garnett muni ætla að spila í sjöunda leik liðsins gegn Chicago annað kvöld.

KR semur við hollenskan varnarmann

Knattspyrnudeild KR hefur gert samning við hollenska varnarmanninn Mark Rutgers sem verið hefur á reynslu hjá félaginu undanfarið.

Benitez reiknar með að halda Alonso og Mascherano

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist eiga von á að halda bæði Xabi Alonso og Javier Mascherano í röðum félagsins áfram, en framtíð beggja hefur þótt nokkuð ótrygg að undanförnu.

Guðjón vill halda áfram hjá Crewe

Guðjón Þórðarson segist reikna með því að halda áfram störfum sem knattspyrnustjóri enska liðsins Crewe á næstu leiktíð.

Eduardo frá keppni í þrjár vikur

Króatíski landsliðsmaðurinn Eduardo hjá Arsenal verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna nárameiðsla sem hann hlaut í samstuði við Rio Ferdinand í Meistaradeildarleiknum í vikunni.

Kristrún og Íris taka við KR

Kristrún Lilja Daðadóttir og Íris Björk Eysteinsdóttir hafa verið ráðnar þjálfarar meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá KR.

Fimmtán ár frá dauða Senna

Í dag eru 15 ár frá því að Brasilíumaðurinn Ayrton Senna lést í formúlu eitt kappakstrinum á Imola brautinni á Ítalíu.

Úrslitin í Lengjubikarnum í dag

FH og Breiðablik mætast í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í Kórnum í dag klukkan 16. FH hefur oftast sigrað í keppninni eða fjórum sinnum en Breiðablik hefur aldrei hampað þessum bikar.

Sara Björk komin með næringarbakhjarl

Landsliðskonan unga úr Breiðabliki, Sara Björk Gunnarsdóttir og EAS hafa undirritað samning til tveggja ára sem þýðir að EAS verður næringarbakhjarl Söru Bjarkar.

Ribery til Barcelona - Eiður til Bayern?

Spænska blaðið El Mundo Deportivo telur sig hafa heimildir fyrir því að franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hafi samþykkt að ganga í raðir Barcelona í sumar.

Banni Juventus aflétt

Juventus var um daginn gert að spila heimaleik sinn gegn Lecce um helgina fyrir luktum dyrum eftir að stuðningsmenn liðsins gerðust sekir um kynþáttafordóma í garð Mario Balotelli, leikmanns Inter Milan.

Hermann er til í að fara til Rangers

Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hjá Portsmouth hefur hug á því að ganga í raðir skoska liðsins Glasgow Rangers. Þetta er haft eftir umboðsmanni hans Ólafi Garðarssyni í breska blaðinu Sun.

Þríframlengt í Chicago

Einvígi Boston Celtics og Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA er fyrir löngu orðið sígilt og í nótt þurftu liðin þrjár framlengingar til að skera úr um sigurvegarann í sjötta leiknum í Chicago.

Pranjic orðaður við Liverpool

Króatíski framherjinn Danijel Pranjic er sagður hafa vakið áhuga Liverpool af umboðsmanni hans, Sören Lerby.

Ferdinand ekki rifbeinsbrotinn

Góðar líkur eru á því að Rio Ferdinand verði í liði Manchester United sem mætir Arsenal í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

FH hefur yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign FH og Breiðabliks í úrslitaleik Lengjubikarsins í knattspyrnu, en leikið er í Kórnum í Kópavogi.

Sjá næstu 50 fréttir