Íslenski boltinn

Ólafur: Menn þurfa að gera meira en að klæða sig í búninginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson Mynd/Anton Brink
„Þetta voru bara verðskulduð úrslit fyrir okkur því betra liðið vann klárlega í þessum leik," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfariu Breiðabliks eftir 3-0 tap á móti FH í úrslitaleik Lengjubikarsins í Kórnum í dag.

Ólafur var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna sem byrjuðu báða hálfleiki ágætlega en misstu síðan fljótlega allan kraft.

„Ég tek helling með úr þessum leik. Ég tek það að það sé ekki nóg að fara bara í peysuna, hlaupa inn á völlinn og halda að allt komi að sjálfu sér. Það þarf að gera aðeins meira en að klæða sig í búninginn," sagði Ólafur og bætti við:

„Atriði sem hafa verið í fínu lagi hjá okkur, eins og sendingar, móttaka og spil sáust ekki í leiknum. Við verðum að finna leiðir til þess að laga það," sagði hann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×