Enski boltinn

Pranjic orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danijel Pranjic fagnar marki í leik með Heerenveen.
Danijel Pranjic fagnar marki í leik með Heerenveen. Nordic Photos / AFP
Króatíski framherjinn Danijel Pranjic er sagður hafa vakið áhuga Liverpool af umboðsmanni hans, Sören Lerby.

Pranjic hefur skorað sextán mörk í 28 leikjum með félagi sínu, Heerenveen í Hollandi, á núverandi tímabili.

„Ég get staðfest að þó nokkrir klúbbar hafa verið að fylgjast með Pranjic," sagði Lerby í samtali við króatíska fjölmiðla.

„Liverpool hefur þegar sýnt honum áhuga og bæði Real Betis og Sevilla eru að fylgjast náið með hans framgöngu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×