Íslenski boltinn

FH vann Lengjubikarinn

Björn Daníel Sverrisson kom FH á bragðið í Kórnum
Björn Daníel Sverrisson kom FH á bragðið í Kórnum

FH-ingar unnu í dag sinn fjórða sigur í deildabikarkeppninni frá árinu 2004 þegar þeir lögðu Breiðablik örugglega 3-0 í Kórnum í Kópavogi.

Blikarnir byrjuðu ágætlega í leiknum en það var Björn Daníel Sveinsson sem kom Íslandsmeisturunum á bragðið á 37. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Viktori Guðmundssyni.

Staðan var 1-0 í hálfleik og um miðbik þess síðari kom Matthías Vilhjálmsson FH í 2-0 með öðrum skalla - einnig eftir sendingu frá Viktori.

Það var svo Atli Guðnason sem innsiglaði verðskuldaðan sigur FH-inga skömmu fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×