Fótbolti

Ivankovic ráðinn landsliðsþjálfari Makedóníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Branko Ivankovic, landsliðsþjálfari Makedóníu.
Branko Ivankovic, landsliðsþjálfari Makedóníu. Nordic Photos / AFP
Branko Ivankovic hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Makedóníu sem leikur í sama riðli og Ísland í undankeppni HM 2010.

Ivankovic tekur við liðinu af Srecko Katanec sem var rekinn í síðasta mánuði.

Makedónía er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með þrjú stig eftir fjóra leiki. Ísland er þriðja sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.

Ísland vann 1-0 sigur á Makedóníu í haust en liðin mætast ytra í næsta mánuði.

Ivanckovic hefur verið að þjálfa síðan 1991 og hefur á ferli sínum þjálfað Hannover í Þýskalandi og Dinamo Zagreb í heimalandi sínu í Króatíu. Hann var einnig landsliðsþjálfari Íran frá 2003 til 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×