Enski boltinn

Ferdinand ekki rifbeinsbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferdinand gengur af velli í leiknum gegn Arsenal í vikunni.
Ferdinand gengur af velli í leiknum gegn Arsenal í vikunni. Nordic Photos / AFP
Góðar líkur eru á því að Rio Ferdinand verði í liði Manchester United sem mætir Arsenal í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag en hann þurfti að fara af velli í fyrri viðureign liðanna fyrr í vikunni.

Óttast var að Ferdinand væri rifbeinsbrotinn en hann mun aðeins vera marinn eftir samstuðið.

Ferdinand verður þó ekki með United í leik liðsins gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×