Enski boltinn

Benitez reiknar með að halda Alonso og Mascherano

Nordic Photos/Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist eiga von á að halda bæði Xabi Alonso og Javier Mascherano í röðum félagsins áfram, en framtíð beggja hefur þótt nokkuð ótrygg að undanförnu.

Mikið hefur verið slúðrað um þá félaga í bresku blöðunum og nafn Alonso er jafnan nefnt til sögunnar þegar talað er um framtíðaráform Juventus á Ítalíu.

Rafa Benitez vill ólmur halda þeim báðum í Bítlaborginni og segir þá báða ánægða í herbúðum Liverpool.

"Ég spjallaði við Javier í um slúðrið í blöðunum í morgun og hann sagðist lítið geta að því gert þó lið hefðu samband við hann eða umboðsmann sinn. Hann segist vera ánægður hérna og hann veit að hann er hjá stórum klúbbi. Hann er lykilmaður í liðinu og það sama er að segja um Xabi. Við viljum halda í lykilmennina okkar, það er á hreinu," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×