Enski boltinn

Hermann er til í að fara til Rangers

Nordic Photos/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hjá Portsmouth hefur hug á því að ganga í raðir skoska liðsins Glasgow Rangers. Þetta er haft eftir umboðsmanni hans Ólafi Garðarssyni í breska blaðinu Sun.

"Ég veit að Rangers hefur verið að fylgjast með Hermanni og honum geðjast að þeirri hugmynd að spila í Skotlandi. Hann myndi standa sig vel þar. Hermann hefur spilað lengi á Englandi og þetta yrði ný reynsla fyrir hann," segir Ólafur í samtali við Sun.

Hermann er á sínu 17. ári sem atvinnumaður og er með lausa samninga hjá Portsmouth í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×