Enski boltinn

Barry getur farið ef hann vill

Nordic Photos/Getty Images

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að Gareth Barry yfirgefi herbúðir liðsins í sumar ef honum sýnist svo.

Barry hefur mikið verið orðaður við Liverpool síðustu misseri og margt bendir til þess að sama sápuóperan eigi eftir að umkringja leikmanninn í sumar og í fyrra.

"Ef Barry vill fara í sumar, mun ég ekki standa í vegi fyrir honum. Hann bað um eitt ár í viðbót hjá félaginu og fékk það og því munum við ekki aftra honum möguleikanum á því að fara ef eitt af fjórum bestu liðunum sækist eftir kröftum hans. Við viljum að sjálfssögðu halda honum og það yrðu góð tíðindi fyrir félagið ef hann yrði áfram, en ég hef ekki hugsað frekar út í þetta mál," sagði O´Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×