Enski boltinn

Almunia er lausnin á markvarðavanda Englendinga

Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger stjóri Arsenal er öflugur talsmaður þess að spænski markvörðurinn Manuel Almunia fái tækifæri til að leika með enska landsliðinu í fótbolta.

Almunia hefur aldrei spilað með spænska landsliðinu og mikið hefur verið skrifað um það í enskum fjölmiðlum að enskir ættu að reyna að fá hann til að skipta um ríkisfang.

Wenger hefur ekki talað mikið um þetta málefni fyrr en nú. "Í mínum huga er hann ekki aðeins nógu góður, heldur sá besti sem völ er á. Það þarf auðvitað að fara að settum alþjóðlegum reglum í þessu sambandi, en ef það er mögulegt - af hverju ekki?" sagði Wenger.

"Þetta fer eftir því til hvers menn ætlast af landsliðinu sínu. Það er ekki mikið mál að skipta um ríkisfang, því ef maður vill gerast enskur ríkisborgari - þá bara gerir maður það. Þetta veltur mest á því hvort Manuel telji að hann eigi möguleika á að ná í spænska landsliðið eða ekki," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×