Enski boltinn

Guðjón vill halda áfram hjá Crewe

Nordic Photos/Getty Images

Guðjón Þórðarson segist reikna með því að halda áfram störfum sem knattspyrnustjóri enska liðsins Crewe á næstu leiktíð.

Crewe er í mikilli fallhættu í C-deildinni ensku og hefur Guðjón sjálfur lýst því yfir í fjölmiðlum að lið hans þurfi á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni.

Crewe þarf að vinna deildarmeistara Leicester í lokaumferðinni á morgun til að eiga minnsta möguleika á að halda sér í deildinni, en þess utan þarf liðið að treysta á að önnur úrslit í fallbaráttunni verði því hagstæð.

Crewe á botni deildarinnar þegar Guðjón tók við taumunum, sjö stigum frá næsta liði. Guðjón náði að hleypa nýju lífi í liðið og var kjörinn stjóri mánaðarins í febrúar eftir að hafa best komið liðinu í 17. sæti í 24 liða deildinni.

Undanfarið hefur hinsvegar hallað undan fæti og nú er svo komið að liðið hefur ekki unnið sigur í síðustu níu leikjum sínum.

"Hér er margt sem þarf að laga," sagði Guðjón í samtali við BBC. "Ég veit hvað ég vil gera og ég vona bara að ég fái stuðning til að gera það. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt verkefni, en við munum halda ótrauðir áfram," sagði Guðjón.

Smelltu hér til að heyra hvað Guðjón hafði að segja í samtali við BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×