Enski boltinn

Tevez hallast að því að fara frá United

Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur látið í ljós að hann vilji fara frá Manchester United til að fá að spila meira.

Tevez er nú að verða búinn með tveggja ára lánssamning og hefur verið orðaður við nokkur félög, t.a.m. á Spáni.

"Ég hef verið mikið á bekknum og auðvitað langar mig að spila meira. Ég sé mig frekar fara frá United en að vera áfram. Ég sé ekki ástæðu til að ljúga til um það, því stuðningsmennirnir hafa alltaf tekið mér vel. Ég er alltaf tibúinn að láta lífið fyrir treyjuna þegar ég spila og það sést á leik mínum. Ég veit ekki hvað verður í framtíðinni, ég væri til í að fara til Spánar, en það verður að koma í ljós," sagði Tevez í viðtali við Cadena COPE.

"Ég vil ekki fara frá Manchester, en ég held því miður að það sé eina lausnin fyrir mig," sagði Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×