Enski boltinn

Eduardo frá keppni í þrjár vikur

Nordic Photos/Getty Images

Króatíski landsliðsmaðurinn Eduardo hjá Arsenal verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna nárameiðsla sem hann hlaut í samstuði við Rio Ferdinand í Meistaradeildarleiknum í vikunni.

Eduardo hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli síðan hann sneri aftur eftir fótbrotið ljóta og nú þykir ljóst að hann verði ekki með í síðari leiknum.

Mikael Silvestre meiddist einnig á nára í leiknum og missir af þeim síðari á Emirates í næstu viku. Robin Van Persie er tæpur fyrir leikinn og Gael Clichy missir af honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×