Fleiri fréttir

Willum á skotskónum í Hollandi

Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles sem tapaði 4-1 gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mark Willums kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Þrjú íslensk mörk í tapi Volda

Lið Volda tapaði með níu mörkum gegn Fana í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Rakel Sara Elvarsdóttir og Dana Björg Guðmundsdóttir komust á blað hjá Volda í kvöld.

Danir völtuðu yfir Ungverja

Danir eru komnir áfram í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Ungverjum í 8-liða úrslitum í dag. Ungverjar sáu aldrei til sólar og sigur Dana var gríðarlega sannfærandi.

Nýttu sér vesenið hjá Everton og stálu Danjuma

Arnaut Danjuma gekk í dag til liðs við Tottenham á láni frá spænska félaginu Villareal. Brotthvarf Frank Lampard frá Everton gerði það að verkum að félagið missti af leikmanninum.

Gunnhildur Yrsa komin heim í Stjörnuna

Landsliðskonan margreynda Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Gunnhildur Yrsa kemur til Stjörnunnar frá bandaríska liðinu Orlando Pride.

„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“

„Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta.

Guðný lagði upp dýrmætt mark fyrir Milan

Guðný Árnadóttir átti stóran þátt í 1-0 sigri AC Milan á útivelli gegn Fiorentina í Íslendingaslag í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.

Hrósuðu mæðgunum: „Örugg­lega að drepast í líkamanum“

Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn.

Conor sakaður um að hafa beitt konu ofbeldi í afmæli sínu

Írski bardagakappinn Conor McGregor er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ibiza á Spáni en hann er sakaður um að hafa ráðist á konu í 34 ára afmælisfögnuði sínum í fyrra. Samkvæmt talskonu Conors hafnar hann öllum ásökunum konunnar.

Hver vilt þú að stýri íslenska landsliðinu?

Þátttaka strákanna okkar á HM í handbolta verður gerð vandlega upp í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi á morgun. Af því tilefni geta lesendur kosið um það hver þeir telji að sé best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu næstu misseri.

Kolbeinn frá Dortmund til Freys

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund.

Liverpool leiðir kapphlaupið um Bellingham

Þrátt fyrir áhuga frá stórliðum á borð við Manchester City og Real Madrid leiðir Liverpool kapphlaupið um að kaupa enska miðjumanninn Jude Bellingham frá Borussia Dortmund.

Elvar Már skoraði tólf í tapi

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var næststigahæsti leikmaður Rytas Vilnius með tólf stig er liðið mátti þola þrettán stiga tap gegn Manresa í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 82-69.

Newcastle komið hálfa leið í úrslit

Newcastle vann góðan 1-0 sigur er liðið heimsótti Southampton í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld.

Þýsku meistararnir misstigu sig annan leikinn í röð

Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi er liðið tók á móti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 1-1. Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem Bayern tapar stigum og því óhætt að segja að liðið fari hægt af stað eftir langt jóla og HM-frí.

Nei eða já: Houston Rockets eru að eyðileggja Jalen Green

Nei eða já var á sínum stað í seinasta þætti af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Strákarnir veltu því meðal annars fyrir sér hvort lið Houston Rockets væri að eyðileggja Jalen Green.

Tottenham að ræna Danjuma af Everton

Þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá Everton síðastliðin laugardag virðist hollenski kantmaðurinn Arnaut Danjuma ætla að enda í herbúðum Tottenham.

Jökull fenginn á neyðarláni vegna meiðsla en leiknum frestað

Markvörðurinn Jökull Andrésson skrifaði í dag undir sjö daga lánssamning við enska C-deildarliðið Exeter City. Jökull átti að bjarga Exeter út úr meiðslavandræðum, en leik liðsins sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað.

Sjá næstu 50 fréttir