Bjørnsen skúrkurinn hjá Norðmönnum sem féllu úr leik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. janúar 2023 19:16 Sander Sagosen reynir að brjótast í gegnum vörn Spánverja. Vísir/EPA Spánverjar eru komnir í undanúrslit heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Noregi í tvíframlengdum leik. Lokatölur 35-34 þar sem Norðmenn fóru illa að ráði sínu í lok venjulegs leiktíma. Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk. HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í leik Noregs og Spánar sem mættust í Gdansk í dag. Jafnt var á með liðunum allan tímann en Norðmenn leiddu 13-12 af loknum fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var jafnt á nær öllum tölum. Liðin skiptust einstaka sinnum á forystunni þó Norðmenn hafi yfirleitt verið skrefinu á undan og náðu þeir í tvígang tveggja marka forskoti. Kristian Sæveras kom tvisvar inn af bekknum hjá Noregi og varði vítaskot Spánverja sem gáfust þó ekki upp. Kristian Bjørnsen fer inn úr horninu í leik Noregs og Spánar í dag.Vísir/EPA Þegar innan við mínúta var staðan 25-24 fyrir Norðmenn og Spánverjar í sókn. Alex Dujshebaev fór þá í frekar ótímabært gegnumbrot og náði skoti sem Torbjorn Bergerud í marki Norðmanna varði. Jonas Wille, þjálfari Noregs tók leikhlé og lagði línurnar fyrir sína menn. Allt virðist síðan vera að ganga upp hjá Norðmönnum í sókninni í kjölfarið. Kristian Bjørnsen fékk boltann í þegar um fimm sekúndur voru eftir en í stað þess að fara í gegn og skjóta, ákvað hann að gefa til baka og fékk dæmda á sig leiktöf. Spánverjar voru fljótir að átta sig, komu boltanum á Daniel Dujshebaev sem beið fremstur og jafnaði metin rétt áður en flautan gall. Staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Spennan hélt síðan áfram í framlengingunni. Að loknum fyrri hluta hennar var staðan 27-27. Danir fengu tækifæri til að komast í 29-28 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Gonzalo Perez De Vargas varði. Daniel Dujshebaev kom í kjölfarið Spánverjum einu marki yfir og Perez De Vargas varði aftur frá Norðmönnum í næstu sókn. Eftir þunglamalega sókn Spánverja tókst Norðmönnum hins vegar að vinna boltann þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Þeir brunuðu í sókn og Kristian Bjørnsen jafnaði í 29-29. Spánverjar fengu tækifæri til að skora og Daniel Dujshebaev komst í ágætt skotfæri þegar Christian O´Sullivan braut á honum. Dómararnir ráku O´Sullivan útaf en dæmdu aðeins aukakast, Spánverjum til mikillar gremju. Aukakastið fór í varnarvegginn og því varð að framlengja á ný. Það vantaði ekki hörkuna í leikinn í dag.Vísir/EPA Í annarri framlengingu hélt sama dramatíkin áfram. Spánn komst í 35-34 þegar skammt var eftir og Norðmenn fengu lokasóknina. Áðurnefndur Bjørnsen fékk fínt færi í hægra horninu en Gonzalo Perez De Vargas, sem var frábær í leiknum, varði og tryggði Spánverjum sigurinn en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið. Þetta var fyrsta skotið sem Bjørnsen misnotaði í leiknum. Títtnefndir Bjørnsen var markahæstur hjá Noregi með níu mörk en verður eflaust lengi að sofna í kvöld enda klikaði hann í tvígang á ögurstundu. Sander Sagosen skoraði aðeins þrjú mörk og munaði um það hjá norska liðinu. Angel Perez og Alex Dujshebaev voru markahæstir hjá Spáni með sjö mörk.
HM 2023 í handbolta Noregur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira