Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Blast Premier og Babe Patrol

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukakonur verða í eldlínunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Haukakonur verða í eldlínunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Rafíþróttirnar verða fyrirferðamiklar á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en einnig verða tveir leikir á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Við hefjum leik á upphitun fyrir leiki dagsins á Blast Premier mótaröðinni í CS:GO klukkan 13:30 á Stöð 2 eSport. Fyrri leikur dagsins hefst svo klukkan 14:00 og sá síðari klukkan 17:30.

Rafíþróttirnar hafa þó ekki lokið sér af eftir leiki dagsins í Blast Premier því stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.

Þá tekur Grindavík á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport áður en Haukar sækja Keflavík heim klukkan 20:05.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.