Körfubolti

LeBron James með 46 stig á aðeins 33 mínútum og jafnaði við MJ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James hefur átti margra stórbrotna leiki með liði Los Angeles Lakers síðan hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok síðasta árs.
LeBron James hefur átti margra stórbrotna leiki með liði Los Angeles Lakers síðan hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok síðasta árs. AP/Mark J. Terrill

Hinn 38 ára gamli LeBron James átti enn einn stórleikinn í NBA-deildinni í nótt en það dugði þó ekki Los Angeles Lakers i slagnum um Los Angeles.

Lakers-liðið tapaði 133-115 á móti nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers. James skoraði 46 stig á aðeins 33 mínútum og var að auki með 8 fráköst og 7 stoðsendingar.

Með þessu varð James sá fyrsti til að ná fjörutíu stiga leik á móti öllum þrjátíu liðunum í NBA-deildinni.

Hann nýtti 16 af 29 skotum sínum og setti niður 9 af 14 þristum og hitti úr öllum fimm vítunum. Þetta er nýtt persónulegt met hjá honum í þriggja stiga körfum í einum og sama leiknum.  Hann er líka sá fyrsti eldri en 35 ára sem nær níu þristum í einum leik.

LeBron James jafnaði líka afrek Michaels Jordan með því að ná sínum þriðja 45 stiga leik eftir 38 ára afmælið.

James nálgast líka óðum stigamet Kareem Abdul-Jabbar sem skoraði á sínum tíma 38.387 stig íu 1560 leikjum.

James vantar nú bara 177 stig til að ná Abdul-Jabbar en LeBron er kominn með 38.210 stig í 1404 leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×