Hrósuðu mæðgunum: „Örugglega að drepast í líkamanum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 13:30 Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir léku saman með liði HK gegn Val um síðustu helgi. vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn. Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan. Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan.
Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira