Sport

Handtekinn í miðri úrslitakeppni grunaður um heimilisofbeldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Omenihu er mjög öflugur leikmaður og lykilmaður í sterkri vörn San Francisco 49ers liðsins.
Charles Omenihu er mjög öflugur leikmaður og lykilmaður í sterkri vörn San Francisco 49ers liðsins. Getty/Bob Kupbens

NFL-leikmaðurinn Charles Omenihu hjá San Francisco 49ers var handtekinn fyrir heimilisofbeldi.

Omenihu er varnarlínumaður hjá 49ers sem er eitt af fjórum liðum sem standa eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Omenihu var færður inn til bókunar í Santa Clara County fangelsinu en var síðan sleppt gegn tryggingu.

Lögreglan mætti að heimili Omenihu um hálf fimm eftir hádegi eftir að kona hafði hringt á lögregluna. Konan er kærasta Omenihu en segir hann hafa hrint henni í gólfið eftir rifrildi.

Engir sjáanlegir áverkar voru á konunni en hún kvartaði undan sársauka í hendinni en hafnaði því að fá læknisaðstoð.

San Francisco 49ers gaf frá sér yfirlýsingu um að félagið væri að sækja sér upplýsingar en vissi af atvikinu.

Hinn 25 ára gamli Omenihu er lykilmaður 49ers varnarinnar og er meðal annars með 4,5 leikstjórnendafellur á leiktíðinni.

San Francisco 49ers mætir Philadelphia Eagles á sunnudaginn kemur í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en sigurvegari leiksins kemst í Super Bowl leikinn.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.