Fleiri fréttir

Agnelli, Nedvěd og öll stjórn Juventus segir af sér
Þau stórtíðindi bárust í kvöld að öll stjórn ítalska knattspyrnuliðsins Juventus hafi sagt af sér. Þar á meðal er forsetinn Andrea Agnelli og varaforsetinn Pavel Nedvěd en sá síðarnefndi lék á sínum tíma með liðinu.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 30-26 | Haukar unnu leikinn sem þeir urðu að vinna
Haukar komust aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegur handboltaleikur en einstaklings gæði Hauka áttu síðasta orðið að lokum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Erum á þeim stað að við verðum að ná í úrslit sama hvað“
Haukar komust aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var jákvæður eftir leik.

Bruno Fernandes skaut Portúgal í sextán liða úrslit
Portúgal er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 2-0 sigur á Úrúgvæ. Bruno Fernandes með bæði mörkin þó svo að Cristiano Ronaldo hafi reynt að sannfæra alla og ömmu þeirra um að hann hefði skorað fyrra mark leiksins.

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Dregið í þriðju umferð FA bikarsins: Manchester City mætir Chelsea
Dregið var í þriðju umferð FA bikarsins á Englandi nú rétt í þessu. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Englandsmeistara Manchester City og Chelsea.

Ingunn úr Vesturbænum í Laugardalinn
Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Casemiro skaut Brasilíu í sextán liða úrslit
Brasilía er komin í 16-liða úrslit HM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Sviss. Miðjumaðurinn Casemiro skaut Brasilíu áfram með marki þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma.

Lögmál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“
Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Gaf þjálfara sínum óvart einn á kjammann í miðjum leik
Titilvörnin hefur ekki gengið vel hjá liði Los Angeles Rams í NFL-deildinni í ár og liðið tapaði í áttunda skiptið á tímabilinu í gær.

Hótar Messi eftir að hann sá hvað hann gerði í klefanum eftir leik
Argentína vann lífsnauðsynlegan sigur á Mexíkó á heimsmeistaramótinu í Katar um helgina en tap hefði þýtt að argentínska landsliðið væri úr leik á mótinu.

KSÍ segir ráðuneytið hafa gefið grænt ljós á samning við Sáda
Utanríkisráðuneytið sá ekkert athugavert við fyrirhugað samstarf og landsleik á milli Íslands og Sádi-Arabíu í fótbolta, samkvæmt svari við fyrirspurn Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári.

Ekki tapað í átján leikjum í röð gegn Aftureldingu
Fara þarf aftur til 28. september 2016 til að vinna síðasta sigur Aftureldingar á FH. Liðin eigast við í stórleik 13. umferðar Olís-deildar karla í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.

Kudus hetja Gana sem lifði af kjaftshöggið
Gana fékk sín fyrstu stig í H-riðli HM karla í fótbolta þegar liðið vann Suður-Kóreu, 3-2, í bráðfjörugum leik í Katar í dag.

Mark ársins: Varði boltann yfir allan völlinn og í mark mótherjanna
Markverðir í handbolta hafa komist mun oftar á markalistann á síðustu árum eftir að lið fóru að taka markvörðinn sinn úr markinu. Það þykir þó vera nánast einsdæmi markið sem sænski handboltamarkvörðurinn Gracia Axelsson skoraði á dögunum.

Eftirsótt NFL-stjarna rekin út úr flugvél
NFL-útherjinn Odell Beckham Jr. er eftirsóttur þessa dagana en þó ekki hjá öllum því starfsmenn flugvélar sem var að undirbúa brottför frá Miami International flugvellinum vildu losna við hann úr vélinni sinni.

Hetja Þjóðverja fékk tönn inn í sig eins og Jónatan
Niclas Füllkrug er á allra vörum í Þýskalandi eftir að hafa haldið góðu lífi í HM-þátttöku Þjóðverja með jöfnunarmarki sínu gegn Spáni í Katar í gær.

Kristján heldur í vonina en ólíklegt að hann verði með gegn Val
Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC í Frakkland, segir ólíklegt að hann verði með í leiknum gegn Val í Evrópudeildinni annað kvöld.

Eftirminnileg innkoma Aboubakars í einum besta leik mótsins
Vincent Aboubakar átti eftirminnilega innkomu þegar Kamerún gerði 3-3 jafntefli við Serbíu í G-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld.

Elín Jóna sneri aftur eftir hálfs árs fjarveru
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, sneri aftur á völlinn í gær eftir um sex mánaða fjarveru vegna mjaðmarmeiðsla.

Bannað að skalla boltann daginn fyrir og daginn eftir leik
Skotar ætla að stíga stórt skref í átt að því að verja knattspyrnufólk sitt fyrir höfuðhöggum tengdum fótboltaiðkun.

Sara tók stigametið af Jóni Arnóri í gær
Sara Rún Hinriksdóttir setti nýtt stigamet í gær í sigri íslenska körfuboltalandsliðsins á Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins.

Íranir vilja sparka Bandaríkjamönnum af HM
Íranska knattspyrnusambandið hefur sent inn formlega kvörtun til FIFA vegna Bandaríkjanna.

Aðalmarkvörður Kamerún í agabann
André Onana mun ekki standa í marki Kamerún í dag þegar liðið mætir Serbíu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Þórir segir íslenskan handbolta á frábærum stað
Nýkrýndi Evrópumeistarinn Þórir Hergeirsson er afar hrifinn af því sem er að gerast hjá íslensku handboltalandsliðunum.

Réðst á markvörð með hornfána
Undarlegt atvik átti sér stað í leik í tyrknesku B-deildinni þegar áhorfandi lamdi markvörð í höfuðið með hornfána.

Belgíska pressan harðorð: „Getur einhver hrist De Bruyne til lífsins?“
Fjölmiðlar í Belgíu fóru ófögrum orðum um frammistöðu belgíska landsliðsins gegn Marokkó á HM í Katar í gær. Kevin De Bruyne fékk sérstaklega að finna fyrir því.

Kviðmágarnir á sama hóteli í Katar
Fornu fjendurnir John Terry og Wayne Bridge ku vera á sama hótelinu í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram.

Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak
Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma.

Dagskráin í dag: Spennandi leikur í Kaplakrika, Seinni bylgjan og Lögmál leiksins
Segja má að handbolti ráði ríkjum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Þá eru Lögmál leiksins og Gametíví á sínum stað sem.

Körfuboltakvöld: Taylor Maurice Johns stal senunni
Að venju fór Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Maurice Johns, leikmaður ÍR, sem fékk tilþrif vikunnar.

Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 29-32 | Stór sigur fyrir Stjörnuna
Stjarnan hélt út gegn Fram og vann 32-29 sigur þegar liðin mættust í Úlfarsárdal, í Olís-deild karla í handbolta.

„Blaðran er ekkert sprungin“
Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson.

Messi færist nær Miami
Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins.

Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán
Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan.

Myndir frá mögnuðum sigri Íslands í Laugardalshöll
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í dag, lokatölur 68-58. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni

„Frábær leikur en manni finnst samt eins og við hefðum getað gert betur á köflum“
Sara Rún Hinriksdóttir átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Ísland í dag þegar liðið lagði Rúmenínu í undankeppni Evrópumótsins. Sara endaði með tæpan helming stiga íslenska liðsins, 33 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvernig leið Söru í leikslok?

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 18-20 | Selfoss sótti tvö stig á Nesið
Selfoss lagði Gróttu að velli 18-20 í miklum baráttuleik í Olís deild karla í handbolta í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.

„Langt síðan að íslenska liðið náði sigri svo að þetta gefur okkur öllum svo mikið“
Íslenska kvennalandsliðið vann góðan 10 stiga sigur á Rúmenum í Laugardalshöllinni í dag í undankeppni Evrópumótsins, lokatölur 68-58. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins, tók undir að þetta hefði verið ansi jafn leikur og tók Söru Rún Hinriksdóttur og hennar frammistöðu sérstaklega út fyrir sviga.

Dagný skoraði og Glódís Perla hélt hreinu
Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 68-58 | Sanngjarn sigur Íslands á Rúmeníu í jöfnum leik
Ísland tók á móti Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var seinni leikur Íslands í þessum landsleikjaspretti, en sá fyrri tapaðist stórt 120-54, gegn sennilega sterkasta kvennalandsliði Evrópu þessa dagana, Spáni.

Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar
Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta.

Stórkostlegur Ómar Ingi í naumum sigri
Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni.