Fleiri fréttir

Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári.

Annað Íslandsmet hjá Snæfríði Sól

Snæfríður Sól Jórunnardóttir heldur áfram að gera það gott á bikarmótí í Danmörku en hún bætti í morgun tólf ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 100 metra skriðsundi í 25 metra laug.

Elanga kemur Ronaldo til varnar

Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli.

Er Keflavík óstöðvandi?

Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.

Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur

Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu.

Loka­sóknin um upp­risu Buc­ca­neers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“

„Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum.

Oddur og Daníel Þór á toppnum í Þýska­landi

Íslendingarlið Balingen-Weilstetten er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir þriggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 23-26. Þeir Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason leika með Balingen.

„Mér fannst hann tæta okkur“

Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld.

Noregur mætir Dan­mörku í úr­slitum EM

Noregur, lið Þóris Hergeirssonar, er komið í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir frábæran sigur á Frakklandi í kvöld. Noregur er ríkjandi meistari en lið Þóris varð Evrópumeistari eftir sigur á Frakklandi árið 2020.

Andri Fannar á leið í mynda­töku

Andri Fannar Baldursson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og U-21 árs landsliðs Íslands, þarf að fara í myndartöku eftir að verða fyrir slæmri tæklingu í vináttuleik Skotlands og Íslands á dögunum.

Dan­mörk í úr­slita­leik Evrópu­mótsins

Danmörk er komið í úrslit EM kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Svartfjallalandi, lokatölur 27-23. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort það verði Noregur eða Frakkland sem mætir Danmörku í úrslitum.

Sólveig í stað Berglindar hjá Örebro

Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro verður ekki Íslendingalaust á næsta tímabili því Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur samið við það til tveggja ára.

Kristín og sænsku stelpurnar tóku fimmta sætið

Hinn sænsk-íslenska Kristín Þorleifsdóttir var í sigurliði Svíþjóðar í dag þegar þær sænsku tryggðu sér fimmta sætið á EM kvenna í handbolta með fimm marka sigri á Hollandi.

United íhugar að reka Ronaldo

Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan.

Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka.

Stórleikur í Eyjum og KA spilar í Garði

Það verður sannkallaður stórleikur í Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta eftir tæpan mánuð þegar ÍBV tekur á móti meisturum Vals.

Dönum létt eftir kórónuveirukaos

Eftir umtalsvert krísuástand í herbúðum danska kvennalandsliðsins í handbolta er nú orðið ljóst að allir leikmenn liðsins eru gjaldgengir í leikinn við Svartfjallaland í dag í undanúrslitum EM.

NFL deildin flýr snjóinn

Það þarf jafnan mikið að gerast til þess að NFL leikir fari ekki fram enda eru þeir þekktir fyrir að vera spilaðir í nánast öllum veðrum og vindum. Eða næstum því öllum.

Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist

Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars.

Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi.

Ekkert klám og engar rafrettur

Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014.

Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar

Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið.

Sjá næstu 50 fréttir