Fleiri fréttir Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. 19.11.2022 12:31 Annað Íslandsmet hjá Snæfríði Sól Snæfríður Sól Jórunnardóttir heldur áfram að gera það gott á bikarmótí í Danmörku en hún bætti í morgun tólf ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 100 metra skriðsundi í 25 metra laug. 19.11.2022 12:00 Elliði Snær um Guðjón Val: „Hann hefur gert allt og það er rosalega gott að leita ráða hjá honum“ Elliði Snær Viðarsson er að gera góða hluti hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið. Þá er Elliði orðinn fastamaður í landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni með liðinu á HM í janúar. 19.11.2022 11:31 Elanga kemur Ronaldo til varnar Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. 19.11.2022 11:00 Er Keflavík óstöðvandi? Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi. 19.11.2022 10:31 Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu. 19.11.2022 09:58 Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. 19.11.2022 09:31 Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. 19.11.2022 08:01 „Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. 19.11.2022 07:01 Dagskráin í dag: Olís deild karla og kvenna, NBA, golf og Counter-Strike Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru tíu beinar útsendingar á dagskrá. 19.11.2022 06:01 „Væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn.“ 18.11.2022 23:30 Lokasóknin um upprisu Buccaneers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“ „Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum. 18.11.2022 23:01 Bandaríkin ekki lengur best í heimi | Besta lið heims mætir í Laugardalshöll á næsta ári Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta hefur verið á toppi heimslista FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins frá því sambandið gaf fyrst út listann fyrir nærri tveimur áratugum. Liðið sem nú trónir á heimslistanum mætir í Laugardalshöll í febrúar á næsta ári. 18.11.2022 22:30 Umfjöllun: Valur - Stjarnan 35-29 | Logar serían fram að jólum? Valsmenn unnu Stjörnuna í fyrsta leik tíundu umferðar Olís-deildar karla í handbolta, 35-29, þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum. 18.11.2022 22:04 Oddur og Daníel Þór á toppnum í Þýskalandi Íslendingarlið Balingen-Weilstetten er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir þriggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 23-26. Þeir Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason leika með Balingen. 18.11.2022 22:01 „Mér fannst hann tæta okkur“ Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. 18.11.2022 21:44 Noregur mætir Danmörku í úrslitum EM Noregur, lið Þóris Hergeirssonar, er komið í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir frábæran sigur á Frakklandi í kvöld. Noregur er ríkjandi meistari en lið Þóris varð Evrópumeistari eftir sigur á Frakklandi árið 2020. 18.11.2022 21:00 Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug í dag. 18.11.2022 20:31 Andri Fannar á leið í myndatöku Andri Fannar Baldursson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og U-21 árs landsliðs Íslands, þarf að fara í myndartöku eftir að verða fyrir slæmri tæklingu í vináttuleik Skotlands og Íslands á dögunum. 18.11.2022 19:45 Danmörk í úrslitaleik Evrópumótsins Danmörk er komið í úrslit EM kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Svartfjallalandi, lokatölur 27-23. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort það verði Noregur eða Frakkland sem mætir Danmörku í úrslitum. 18.11.2022 19:01 Ísland hætti æfingu vegna vallaraðstæðna en spilar á sama velli á morgun Ísland og Lettland mætast á Daugava-vellinum í Riga í Lettlandi í úrslitum Eystrasaltsbikarsins á morgun, laugardag. Íslenska liðið æfði á vellinum fyrr í dag en fannst vallaraðstæður ekki boðlegar og hætti æfingunni því snemma. Þrátt fyrir það fer leikur morgundagsins fram á Daugava-vellinum. 18.11.2022 18:15 Belgía tapaði óvænt síðasta leiknum fyrir HM | Stórsigur hjá Serbíu Belgía tapaði 2-1 fyrir Egyptalandi í síðasta leik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á sunnudaginn. Þá vann Serbía 5-1 sigur á Barein. 18.11.2022 17:30 Sólveig í stað Berglindar hjá Örebro Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro verður ekki Íslendingalaust á næsta tímabili því Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur samið við það til tveggja ára. 18.11.2022 16:30 Stelpurnar fá að spila á stóru leikvöngum strákanna um helgina Enska úrvalsdeildin hjá körlunum er komið í HM-frí þar til fram yfir jól en mörg ensku félaganna ætla að leyfa kvennaliðum sínum að spila á stóru leikvöngunum um helgina. 18.11.2022 16:01 Kristín og sænsku stelpurnar tóku fimmta sætið Hinn sænsk-íslenska Kristín Þorleifsdóttir var í sigurliði Svíþjóðar í dag þegar þær sænsku tryggðu sér fimmta sætið á EM kvenna í handbolta með fimm marka sigri á Hollandi. 18.11.2022 15:34 Eto'o ofurbjartsýnn fyrir hönd Afríku og spáir því að Kamerún verði heimsmeistari Samuel Eto'o, forseti knattspyrnusambands Kamerún, er ofurbjartsýnn á gott gengi Afríkuþjóðanna á HM í Katar. Hann hefur sérstaklega mikla trú á sínum mönnum í kamerúnska landsliðinu. 18.11.2022 15:01 Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. 18.11.2022 14:30 Markafjöldi í handbolta rokið upp eftir reglubreytingarnar Breytingar sem voru gerðar á handboltareglunum fyrir þetta tímabil hafa orðið til þess að mörkum hefur fjölgað verulega. 18.11.2022 14:01 Tinna Guðrún vann sér sæti í íslenska körfuboltalandsliðinu Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 18.11.2022 13:30 United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18.11.2022 13:00 Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18.11.2022 12:31 Stórleikur í Eyjum og KA spilar í Garði Það verður sannkallaður stórleikur í Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta eftir tæpan mánuð þegar ÍBV tekur á móti meisturum Vals. 18.11.2022 12:17 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18.11.2022 12:01 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18.11.2022 12:01 Dönum létt eftir kórónuveirukaos Eftir umtalsvert krísuástand í herbúðum danska kvennalandsliðsins í handbolta er nú orðið ljóst að allir leikmenn liðsins eru gjaldgengir í leikinn við Svartfjallaland í dag í undanúrslitum EM. 18.11.2022 11:30 H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum 18.11.2022 11:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18.11.2022 10:48 NFL deildin flýr snjóinn Það þarf jafnan mikið að gerast til þess að NFL leikir fari ekki fram enda eru þeir þekktir fyrir að vera spilaðir í nánast öllum veðrum og vindum. Eða næstum því öllum. 18.11.2022 10:30 Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18.11.2022 10:01 Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi. 18.11.2022 09:30 Gaf pabba sínum ferð á HM en verður svo með á mótinu Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, leit framhjá Manchester United-ungstirninu Alejandro Garnacho og valdi Thiago Almada þegar pláss losnaði í HM-hópi liðsins. 18.11.2022 09:01 Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18.11.2022 08:30 Ekkert klám og engar rafrettur Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. 18.11.2022 08:01 Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18.11.2022 07:30 Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið. 18.11.2022 07:01 Sjá næstu 50 fréttir
Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. 19.11.2022 12:31
Annað Íslandsmet hjá Snæfríði Sól Snæfríður Sól Jórunnardóttir heldur áfram að gera það gott á bikarmótí í Danmörku en hún bætti í morgun tólf ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 100 metra skriðsundi í 25 metra laug. 19.11.2022 12:00
Elliði Snær um Guðjón Val: „Hann hefur gert allt og það er rosalega gott að leita ráða hjá honum“ Elliði Snær Viðarsson er að gera góða hluti hjá Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið. Þá er Elliði orðinn fastamaður í landsliðinu og verður væntanlega í eldlínunni með liðinu á HM í janúar. 19.11.2022 11:31
Elanga kemur Ronaldo til varnar Anthony Elanga tók upp hanskann fyrir Cristiano Ronaldo í viðtali eftir landsleik Svíþjóðar og Mexíkó í vikunni. Gagnrýni Ronaldo gagnvart ungum leikmönnum í viðtali hans hjá Piers Morgan hefur vakið töluverða athygli. 19.11.2022 11:00
Er Keflavík óstöðvandi? Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi. 19.11.2022 10:31
Segist þekkja mismunun því hann var rauðhærður með freknur Gianni Infantino, forseti FIFA, hélt fjörtíu mínútna einræðu á blaðamannafundi í Katar í morgun þar sem hann sakaði Evrópubúa um hræsni í gagnrýni sinni gagnvart mótshöldurum. Þá bað hann um að fólki yrði leyft að njóta þess að fylgjast með heimsmeistaramótinu. 19.11.2022 09:58
Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. 19.11.2022 09:31
Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. 19.11.2022 08:01
„Það þarf því ekki að koma á óvart ef tónninn breytist þegar mótið hefst fyrir alvöru“ Opnunarleikur HM verður leikur Katar og Ekvador. Talið er að þúsundir farandverkamanna hafi látist í aðdraganda mótsins þar sem spilling og mannréttindabrot hafa verið ofarlega á baugi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ræddi við Stöð 2 og Vísi um mótið. 19.11.2022 07:01
Dagskráin í dag: Olís deild karla og kvenna, NBA, golf og Counter-Strike Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru tíu beinar útsendingar á dagskrá. 19.11.2022 06:01
„Væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn.“ 18.11.2022 23:30
Lokasóknin um upprisu Buccaneers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“ „Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum. 18.11.2022 23:01
Bandaríkin ekki lengur best í heimi | Besta lið heims mætir í Laugardalshöll á næsta ári Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta hefur verið á toppi heimslista FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins frá því sambandið gaf fyrst út listann fyrir nærri tveimur áratugum. Liðið sem nú trónir á heimslistanum mætir í Laugardalshöll í febrúar á næsta ári. 18.11.2022 22:30
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 35-29 | Logar serían fram að jólum? Valsmenn unnu Stjörnuna í fyrsta leik tíundu umferðar Olís-deildar karla í handbolta, 35-29, þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum. 18.11.2022 22:04
Oddur og Daníel Þór á toppnum í Þýskalandi Íslendingarlið Balingen-Weilstetten er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir þriggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 23-26. Þeir Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason leika með Balingen. 18.11.2022 22:01
„Mér fannst hann tæta okkur“ Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. 18.11.2022 21:44
Noregur mætir Danmörku í úrslitum EM Noregur, lið Þóris Hergeirssonar, er komið í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir frábæran sigur á Frakklandi í kvöld. Noregur er ríkjandi meistari en lið Þóris varð Evrópumeistari eftir sigur á Frakklandi árið 2020. 18.11.2022 21:00
Snæfríður Sól bætti eigið Íslandsmet Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi í 25 metra laug í dag. 18.11.2022 20:31
Andri Fannar á leið í myndatöku Andri Fannar Baldursson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og U-21 árs landsliðs Íslands, þarf að fara í myndartöku eftir að verða fyrir slæmri tæklingu í vináttuleik Skotlands og Íslands á dögunum. 18.11.2022 19:45
Danmörk í úrslitaleik Evrópumótsins Danmörk er komið í úrslit EM kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Svartfjallalandi, lokatölur 27-23. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort það verði Noregur eða Frakkland sem mætir Danmörku í úrslitum. 18.11.2022 19:01
Ísland hætti æfingu vegna vallaraðstæðna en spilar á sama velli á morgun Ísland og Lettland mætast á Daugava-vellinum í Riga í Lettlandi í úrslitum Eystrasaltsbikarsins á morgun, laugardag. Íslenska liðið æfði á vellinum fyrr í dag en fannst vallaraðstæður ekki boðlegar og hætti æfingunni því snemma. Þrátt fyrir það fer leikur morgundagsins fram á Daugava-vellinum. 18.11.2022 18:15
Belgía tapaði óvænt síðasta leiknum fyrir HM | Stórsigur hjá Serbíu Belgía tapaði 2-1 fyrir Egyptalandi í síðasta leik sínum fyrir HM í Katar sem hefst á sunnudaginn. Þá vann Serbía 5-1 sigur á Barein. 18.11.2022 17:30
Sólveig í stað Berglindar hjá Örebro Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro verður ekki Íslendingalaust á næsta tímabili því Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur samið við það til tveggja ára. 18.11.2022 16:30
Stelpurnar fá að spila á stóru leikvöngum strákanna um helgina Enska úrvalsdeildin hjá körlunum er komið í HM-frí þar til fram yfir jól en mörg ensku félaganna ætla að leyfa kvennaliðum sínum að spila á stóru leikvöngunum um helgina. 18.11.2022 16:01
Kristín og sænsku stelpurnar tóku fimmta sætið Hinn sænsk-íslenska Kristín Þorleifsdóttir var í sigurliði Svíþjóðar í dag þegar þær sænsku tryggðu sér fimmta sætið á EM kvenna í handbolta með fimm marka sigri á Hollandi. 18.11.2022 15:34
Eto'o ofurbjartsýnn fyrir hönd Afríku og spáir því að Kamerún verði heimsmeistari Samuel Eto'o, forseti knattspyrnusambands Kamerún, er ofurbjartsýnn á gott gengi Afríkuþjóðanna á HM í Katar. Hann hefur sérstaklega mikla trú á sínum mönnum í kamerúnska landsliðinu. 18.11.2022 15:01
Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. 18.11.2022 14:30
Markafjöldi í handbolta rokið upp eftir reglubreytingarnar Breytingar sem voru gerðar á handboltareglunum fyrir þetta tímabil hafa orðið til þess að mörkum hefur fjölgað verulega. 18.11.2022 14:01
Tinna Guðrún vann sér sæti í íslenska körfuboltalandsliðinu Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 18.11.2022 13:30
United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18.11.2022 13:00
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18.11.2022 12:31
Stórleikur í Eyjum og KA spilar í Garði Það verður sannkallaður stórleikur í Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta eftir tæpan mánuð þegar ÍBV tekur á móti meisturum Vals. 18.11.2022 12:17
BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18.11.2022 12:01
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18.11.2022 12:01
Dönum létt eftir kórónuveirukaos Eftir umtalsvert krísuástand í herbúðum danska kvennalandsliðsins í handbolta er nú orðið ljóst að allir leikmenn liðsins eru gjaldgengir í leikinn við Svartfjallaland í dag í undanúrslitum EM. 18.11.2022 11:30
H-riðill á HM í Katar: Fýlustrumpurinn mætir á HM í fimmta sinn Luis Suárez endurnýjar kynnin við Ganverja í H-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Cristiano Ronaldo dreymir um að stimpla sig út af HM með stæl og Son Heung-min og félagar í Suður-Kóreu ætla sér að komast upp úr riðlinum 18.11.2022 11:01
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18.11.2022 10:48
NFL deildin flýr snjóinn Það þarf jafnan mikið að gerast til þess að NFL leikir fari ekki fram enda eru þeir þekktir fyrir að vera spilaðir í nánast öllum veðrum og vindum. Eða næstum því öllum. 18.11.2022 10:30
Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18.11.2022 10:01
Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi. 18.11.2022 09:30
Gaf pabba sínum ferð á HM en verður svo með á mótinu Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, leit framhjá Manchester United-ungstirninu Alejandro Garnacho og valdi Thiago Almada þegar pláss losnaði í HM-hópi liðsins. 18.11.2022 09:01
Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. 18.11.2022 08:30
Ekkert klám og engar rafrettur Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. 18.11.2022 08:01
Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18.11.2022 07:30
Messi og félagar búa á háskólaheimavist í Katar Lið Argentínu er spáð velgengni á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þeir héldu af stað til Katar í dag. Á meðan flest landslið á mótinu munu hafa aðsetur á fimm stjörnu lúxushótelum völdu Argentínumenn að fara öðruvísi leið. 18.11.2022 07:01