Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 08:30 Elliði Snær Viðarsson og bræður hans Arnór Viðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Samsett/Getty&S2 Sport Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira