Körfubolti

Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Luka Doncic náði sinni fimmtugustu þreföldu tvennu á ferlinum.
Luka Doncic náði sinni fimmtugustu þreföldu tvennu á ferlinum. Vísir/Getty

Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð.

Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni.

Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst.

Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni.

Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki.

Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. 

Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. 

Önnur úrslit næturinnar:

Washington Wizards - Miami Heat 107-106

Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108

Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99

Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110

Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×