Fleiri fréttir

Hvaða lið áttu að styðja í NFL?

Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum.

Stórlaxar síðustu dagana í Stóru Laxá

Síðustu hollin eru núna að klára veiðar í Stóru Laxá en áin er þekkt fyrir stóra síðsumars laxa og líklega fáar ár sem státa af jafn mörgum stórlöxum á tímabilinu.

Gunnar um upp­ganginn Fær­eyja: „Margir að toppa á sama tíma“

Færeyska landsliðið í fótbolta vann frækinn sigur á Tyrklandi á sunnudag en um er að ræða stærsta sigur liðsins síðan gegn Grikklandi fyrir sjö árum síðan. Gunnar Nielsen, markvörður FH í Bestu deild karla, segir aðstæður gera það að verkum að stærð sigur sunnudagsins virðist ekki eins mikil.

Bjarni: Vorum með plan varnarlega sem gekk upp

Haukar fóru illa með Val í 2. umferð Subway deildar-kvenna. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Hauka 77-62 og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, afar ánægður með sigurinn.

Grétar Rafn orðaður við PSV

Grétar Rafn Steinsson er orðaður við starf tæknilegs ráðgjafa hjá PSV sem leikur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Grétar Rafn starfar í dag fyrir Tottenham Hotspur á Englandi.

Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík - Grinda­vík 77-61 | Meistararnir komnir á blað

Aðra umferðina í röð var boðið upp á Suðurnesjaslag í Subway-deild kvenna, en í kvöld mættust Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar Njarðvíkur töpuðu í opnunarleiknum gegn grönnum sínum Í Keflavík og því eflaust staðráðnar í að sækja sigur í kvöld. Grindvíkingar aftur á móti opnuðu mótið á góðum sigri gegn Fjölni og vildu án vafa byggja ofan á þann árangur.

Mark Dag­nýjar dugði ekki gegn Eng­lands­meisturunum

Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur.

Guð­rún í riðla­keppnina eftir sigur á Svövu Rós

Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Rosengård eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigur á norska liðinu Brann þar sem Svava Rós Guðmundsdóttir leikur.

Varði fimmta vítið í röð

Yann Sommer, markvörður Borussia Mönchengladbach og svissneska landsliðsins, hefur varið síðustu fimm vítaspyrnur sem hann hefur fengið á sig í leik með landsliðinu. 

Danir spila í mótmælatreyjum á HM

Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi.

Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla

„Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém.

„Skandall að hún sé að hætta“

Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni.

Lokatölur komnar víða úr laxveiðiánum

Veiði í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka og lokatölur eru að berast úr ánum þessa dagana sem sýna að sumarið var heilt yfir ekki jafn slæmt og veiðimenn héldu að það yrði í upphafi.

Bað Messi um að árita á sér bakið

Lionel Messi hefur eflaust fengið margar óvenjulegar beiðnir í gegnum tíðina. Ein sú óvenjulegasta kom í nótt þegar aðdáandi bað hann um að árita bakið á sér.

Handsprengju varpað að meistaranum í kvöld

Þrír menn sem orðið hafa Íslandsmeistarar eru í hópi keppenda á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í kvöld. Aðeins einn þeirra getur komist áfram á úrslitakvöldið í desember.

Sjá næstu 50 fréttir