Hvaða lið áttu að styðja í NFL? Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2022 09:31 Vantar þig lið til að halda með í NFL? Þessi þrjú eru öll góður kostur. Vísir/Samsett/Getty Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum. „Margir eru búnir að koma að máli við mig. Ég fæ ekki frið þegar ég fer í Bónus og spyrja alltaf: hvaða liði á ég að halda með?“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. Hann ætti að fá frið við matarinnkaupin þar sem sérfræðingar Lokasóknarinnar gáfu landanum ráð um hvaða eiginleika beri að hafa í huga þegar valið er lið til að styðja í NFL-deildinni. Þá lögðu þeir til þrjú lið, eitt hver. Klippa: Lokasóknin: Hvaða liði á að halda með? Áður en lið er valið er hins vegar einn punktur mikilvægari en aðrir, og skiptir höfuðmáli þegar menn finna sér lið. „Einhverjir fara að halda með einhverjum leikmönnum, sem að skipta svo um lið. Svo hætta þeir, og þá standa þeir eftir munaðarlausir,“ segir Henry. „Ekki vera að elta einhvern Tom Brady út um allt,“. 1. Chicago Bears Hægt er að styðja birnina frá Chicago eins og þessi...Kevin Sabitus/Getty Images Henry Birgir Gunnarsson reið á vaðið og sagði þrjá meginþætti þurfa að vera ofarlega í huga fólks þegar það veldi sér lið til að styðja. Hann sagði hins vegar fyrstu mistökin sem fólk gerði þegar það veldi sér lið, væri að velja það út frá stökum leikmanni. Saga félagsins: „Þú ræður. Saga félagsins getur verið þyrnum stráð, eða einhver sofandi risi. Í mínu tilviki vil ég að það sé fornfrægt lið sem hefur þurft að þjást lengi,“ Stuðningsmenn: „Það þurfa að vera sterkar hefðir, búningar, gott tailgate og sterkur kjarni,“ Vegferðin: „Á hvaða vegferð er félagið sem þú ert að spá í að styðja? Er það á toppnum á leiðinni niður? Nei, þú vilt lið sem er í kjallaranum eða neðarlega og á leiðinni upp,“ Á þessum grundvelli mælti Henry með því að styðja lið Chicago Bears. Liðið var fyrir tæpum 40 árum á meðal þeirra betri í deildinni en töluverðan tíma hefur tekið að koma því aftur í fremstu röð. 2. Detroit Lions ...eða ljóni frá Detroit eins og þessi...Gregory Shamus/Getty Images Eiríkur Stefán Ásgeirsson reið næstur á vaðið og kvaðst hafa nokkuð svipuð sjónarmið þegar val á liði var annars vegar. Hann byggði sitt val sömuleiðis á þremur meginþáttum. Framtíð: „Hvernig er framtíðin hjá félaginu? Þú vilt vera hjá félagi sem er ekki að eyða of miklum peningum núna og er að byggja upp á ungum og spennandi leikmönnum. Þú vilt sjá jákvæð teikn á lofti.“ Staðsetning: „Skiptir miklu máli ef þú ert að fara á völlinn. En líka það að ef liðið er að spila nær Íslandi, á Austurströndinni, þá ertu mun líklegri til að spila oftar klukkan fimm á daginn á okkar tíma, því er auðveldara að fylgjast með þínu liði,“ Sagan: „Það er mjög gaman að geta lesið bækur um sögu liðsins, um upphafsár NFL-deildarinnar, þar sem þetta lið spilaði rullu, og fornfrægir leikmenn sem er hægt að lesa sig til um,“ Á þessum grundvelli valdi Eiríkur Stefán lið Detroit Lions, sem var í ár valið í seríuna Hard Knocks sem er framleitt af HBO. Alla þættina má nálgast á veitum Stöðvar 2 til að kynna sér liðið betur. 3. Miami Dolphins ...eða höfrungana frá Miami eins og þessi.Wesley Hitt/Getty Images Andri Ólafsson var þá sá þriðji og síðasti til að velja lið sem landinn gæti valið sér að halda með. Líkt og hinir byggði hann valið á þremur punktum, en fór þó aðeins aðra leið. Geggjaðir búningar: „Það skiptir máli. Þið eruð kannski ekki að spá í því en ef ég ætla að halda með liði þá þurfa búningarnir að vera flottir,“ Skemmtileg borg: „Staðsetningin skiptir máli. Chicago er fín, en Detroit, kommon. Þegar maður ætlar að fara út á leik þá þarf að vera geggjað að mæta þangað,“ Tvö 1st round pick í næsta drafti: „Liðið sem ég valdi er að fara að verða geggjað strax, þeir eru góðir, en eru að fara að verða ennþá betri,“ Andri valdi því Miami Dolphins sem hafa farið frábærlega af stað á leiktíðinni og unnu Buffalo Bills um helgina, sem eru taldir hvað líklegast til að vinna Ofurskálina í febrúar. Dolphins eru komnir lengra en margir töldu og fá þá tvo valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins næsta sumar. Innslagið má sjá í heild sinni að ofan. Leikir helgarinnar í NFL Sunnudagur 2. október 13:30 New Orleans Saints - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2)17:00 Baltimore Ravens - Buffalo Bills (Stöð 2 Sport 2)20:20 Las Vegas Raiders - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira
„Margir eru búnir að koma að máli við mig. Ég fæ ekki frið þegar ég fer í Bónus og spyrja alltaf: hvaða liði á ég að halda með?“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. Hann ætti að fá frið við matarinnkaupin þar sem sérfræðingar Lokasóknarinnar gáfu landanum ráð um hvaða eiginleika beri að hafa í huga þegar valið er lið til að styðja í NFL-deildinni. Þá lögðu þeir til þrjú lið, eitt hver. Klippa: Lokasóknin: Hvaða liði á að halda með? Áður en lið er valið er hins vegar einn punktur mikilvægari en aðrir, og skiptir höfuðmáli þegar menn finna sér lið. „Einhverjir fara að halda með einhverjum leikmönnum, sem að skipta svo um lið. Svo hætta þeir, og þá standa þeir eftir munaðarlausir,“ segir Henry. „Ekki vera að elta einhvern Tom Brady út um allt,“. 1. Chicago Bears Hægt er að styðja birnina frá Chicago eins og þessi...Kevin Sabitus/Getty Images Henry Birgir Gunnarsson reið á vaðið og sagði þrjá meginþætti þurfa að vera ofarlega í huga fólks þegar það veldi sér lið til að styðja. Hann sagði hins vegar fyrstu mistökin sem fólk gerði þegar það veldi sér lið, væri að velja það út frá stökum leikmanni. Saga félagsins: „Þú ræður. Saga félagsins getur verið þyrnum stráð, eða einhver sofandi risi. Í mínu tilviki vil ég að það sé fornfrægt lið sem hefur þurft að þjást lengi,“ Stuðningsmenn: „Það þurfa að vera sterkar hefðir, búningar, gott tailgate og sterkur kjarni,“ Vegferðin: „Á hvaða vegferð er félagið sem þú ert að spá í að styðja? Er það á toppnum á leiðinni niður? Nei, þú vilt lið sem er í kjallaranum eða neðarlega og á leiðinni upp,“ Á þessum grundvelli mælti Henry með því að styðja lið Chicago Bears. Liðið var fyrir tæpum 40 árum á meðal þeirra betri í deildinni en töluverðan tíma hefur tekið að koma því aftur í fremstu röð. 2. Detroit Lions ...eða ljóni frá Detroit eins og þessi...Gregory Shamus/Getty Images Eiríkur Stefán Ásgeirsson reið næstur á vaðið og kvaðst hafa nokkuð svipuð sjónarmið þegar val á liði var annars vegar. Hann byggði sitt val sömuleiðis á þremur meginþáttum. Framtíð: „Hvernig er framtíðin hjá félaginu? Þú vilt vera hjá félagi sem er ekki að eyða of miklum peningum núna og er að byggja upp á ungum og spennandi leikmönnum. Þú vilt sjá jákvæð teikn á lofti.“ Staðsetning: „Skiptir miklu máli ef þú ert að fara á völlinn. En líka það að ef liðið er að spila nær Íslandi, á Austurströndinni, þá ertu mun líklegri til að spila oftar klukkan fimm á daginn á okkar tíma, því er auðveldara að fylgjast með þínu liði,“ Sagan: „Það er mjög gaman að geta lesið bækur um sögu liðsins, um upphafsár NFL-deildarinnar, þar sem þetta lið spilaði rullu, og fornfrægir leikmenn sem er hægt að lesa sig til um,“ Á þessum grundvelli valdi Eiríkur Stefán lið Detroit Lions, sem var í ár valið í seríuna Hard Knocks sem er framleitt af HBO. Alla þættina má nálgast á veitum Stöðvar 2 til að kynna sér liðið betur. 3. Miami Dolphins ...eða höfrungana frá Miami eins og þessi.Wesley Hitt/Getty Images Andri Ólafsson var þá sá þriðji og síðasti til að velja lið sem landinn gæti valið sér að halda með. Líkt og hinir byggði hann valið á þremur punktum, en fór þó aðeins aðra leið. Geggjaðir búningar: „Það skiptir máli. Þið eruð kannski ekki að spá í því en ef ég ætla að halda með liði þá þurfa búningarnir að vera flottir,“ Skemmtileg borg: „Staðsetningin skiptir máli. Chicago er fín, en Detroit, kommon. Þegar maður ætlar að fara út á leik þá þarf að vera geggjað að mæta þangað,“ Tvö 1st round pick í næsta drafti: „Liðið sem ég valdi er að fara að verða geggjað strax, þeir eru góðir, en eru að fara að verða ennþá betri,“ Andri valdi því Miami Dolphins sem hafa farið frábærlega af stað á leiktíðinni og unnu Buffalo Bills um helgina, sem eru taldir hvað líklegast til að vinna Ofurskálina í febrúar. Dolphins eru komnir lengra en margir töldu og fá þá tvo valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins næsta sumar. Innslagið má sjá í heild sinni að ofan. Leikir helgarinnar í NFL Sunnudagur 2. október 13:30 New Orleans Saints - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2)17:00 Baltimore Ravens - Buffalo Bills (Stöð 2 Sport 2)20:20 Las Vegas Raiders - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira