Dabbehhh rauf 30 fellu múrinn í tæpum sigri Þórs

Snorri Rafn Hallsson skrifar
dabbi

Þór var með fullt hús stiga og vildi gjarnan halda því áfram en Fylkir höfðu enn ekki komist á blað.

Þetta var þriðji leikur Þórs í Ancient sem virðist ætla að verða hið nýja Nuke kort á þessu tímabili. J0n og Rean tryggðu Þór hnífalotuna og Þórsarar byrjuðu í vörn.

Fylkir reyndi að halda uppi pressu á Þór í upphafi leiks og fara hratt en höfðu lítið upp úr því. Þórsarar voru algjörlega á heimavelli, byggðu upp góðan banka og hittu allir vel úr skotum sínum. Þannig vann Þór 9 lotur í röð og var Dabbehhh í fantaformi með 21 fellu í fyrri hálfleik.

Fylkir saxaði á forskotið undir lokin þegar þeir róuðu leik sinn örlítið og Brnr fékk almennileg tækifæri.

Staða í hálfleik: Þór 10 – 5 Fylkir

Síðari hálfleikur var mun jafnari. Þór vann fyrstu tvær loturnar en átti svo afar erfitt með að verja sprengjuna frá aftengingum Fylkis. Trekk í trekk stillti Fylkir upp í stórgóðar endurtökur og hvorki gekk né rak hjá Þór. LeFluff stóð sig vel á vappanum, Eiki47 bjargaði 22. lotu fyrir horn með tvöfaldri fellu og ekki spillti þreföld fella frá Brnr í þeirri næstu fyrir.

Fylkir var því einungis einni lotu frá því að jafna þegar Dabbehhh kláraði 30. lotuna með stæl, rauf 30 fellu múrinn og tryggði Þór stigin 2 fyrir leikinn.

Lokastaða: Þór 16 – 14 Fylkir

Þór er því enn með fullt hús stiga en Fylkir eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu.

Næstu leikir liðanna:

  • Fylkir – Ármann, þriðjudaginn 4/10, klukkan 20:30
  • NÚ – Þór, fimmtudaginn 6/10 klukkan 20:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Brnr leiddi Fylki til sigurs

Það voru TEN5ION og Fylkir sem hringdu 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO út með æsispennandi leik.

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.