Handbolti

Bjarki Már hermdi stórkostlega eftir Gaupa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveir lykilmenn í íslenska handboltanum.
Tveir lykilmenn í íslenska handboltanum. vísir/vilhelm

Bjarka Má Elíssyni er fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann er einnig afbragðs eftirherma eins og hann sýndi í Handkastinu.

Bjarki var í viðtali í síðasta þætti Handkastsins. Eftir að hafa rætt um fyrstu mánuðina hjá Veszprém og möguleika íslenska landsliðsins á HM á næsta ári svaraði Bjarki spurningum frá hlustendum Handkastsins.

Ein spurningin, eða öllu heldur beiðni, kom frá spéfuglinum Hjálmari Erni Jóhannessyni, eða Hjamma. Hann bað Bjarka um að herma eftir Guðjóni Guðmundssyni, íþróttafréttamanninum ástsæla.

Bjarki var upphaflega tregur í taumi en eftir smá suð frá Stefáni Árna Pálssyni, stjórnanda Handkastins, sló landsliðsmaðurinn til. Og hann lýsti því, að hætti Gaupa, hvernig hann sjálfur tryggði Íslandi sæti í undanúrslitum á stórmóti.

Eins og heyra má í spilaranum hér fyrir ofan hefði Gaupi verið stoltur af lýsingunni. Hún hefst á 20:30.

Bjarki skoraði fjögur mörk þegar Veszprém sigraði Dinamo í Búkarest, 33-30, í Meistaradeild Evrópu í gær. Ungverska liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla

„Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.