Sport

Sjáðu tilþrif vikunnar: „Þetta er eins og í Matrix“

Valur Páll Eiríksson skrifar
George Pickens greip boltann á magnaðan hátt á fimmtudagskvöldið síðasta.
George Pickens greip boltann á magnaðan hátt á fimmtudagskvöldið síðasta. Nick Cammett/Getty Images

Að venju valdi Lokasóknin tilþrif vikunnar úr NFL-deildinni og þau voru ekki af verri gerðinni þessa vikuna.

George Pickens, útherji Pittsburgh Steelers, varð fyrir valinu en hann greip bolta frá Mitch Trubisky á ótrúlegan hátt í 29-17 tapi liðsins fyrir Clevelend Browns á aðfaranótt föstudags.

„Spennið þið djöfulsins beltin,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í þættinum, enda gripið magnað að sjá.

„Þetta er eins og í Matrix. Hvernig hann vindur upp á líkamann sinn. Þetta er gjörsamlega út í hött,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson.

Klippa: Lokasóknin: Tilþrif helgarinnar

Þrír leikir verða á dagskrá í NFL-deildinni um helgina þar sem hægt er að sitja við frá 13:30 langt fram á kvöld.

Leikir helgarinnar

Sunnudagur 2. október

13:30 New Orleans Saints - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2)

17:00 Baltimore Ravens - Buffalo Bills (Stöð 2 Sport 2)

20:20 Las Vegas Raiders - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2)

Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.