Fleiri fréttir

Janus og Sigvaldi markahæstir en Kolstad þarf að snúa taflinu við

Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru markahæstu menn Kolstad er liðið heimsótti spænska liðið Bidasoa Irun í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Heimamenn höfðu betur í kvöld, 30-27, og Íslendingaliðið þarf því á sigri að halda í síðari leik liðanna að viku liðinni.

„Tel okkur vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, var eðlilega súr og svekktur eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Tékkum í dag, en úrslitin þýða að liðið missti af sæti á loka móti EM. Hann segist þó ótrúlega stoltur af sínu liði.

Teitur markahæstur í stórum Evrópusigri Flensbug

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður vallarins er Flensburg vann afar öruggan 14 marka sigur gegn pólska liðinu MMTS Kwidzyn í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag, 25-39.

Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

Segir markmenn lata og vill franskan rennilás á takkaskó

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, grínisti og leikari með meiru, fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á meðan hann horfði á leik Englands og Þýskalands í Þjóðadeild Evrópu. Hann segist hafa neyðst til að horfa á leikinn hvar hann sat fastur á hótelherbergi í Þýskalandi.

Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða

Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024.

Kross 3. umferðar: Mutombo á Ísafirði og bangsaknús Róberts

Þriðja umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld.

Harden segist hafa lést um 45 kg í sumar

James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, æfði greinilega vel í sumar því hann greindi frá því á blaðamannafundi að hann hefði lést verulega mikið frá síðasta tímabili.

Cantona stakk upp á því að verða for­seti fót­bolta­mála hjá Manchester United

Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu.

Hand­kastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leik­menn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“

„Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta.

Sout­hgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“

England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið.

Ítalía í undan­úr­slit

Ítalía er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ungverjalandi. Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins kæmist í undanúrslit. Jafntefli hefði dugað Ungverjum en allt kom fyrir ekki.

Jafn­tefli niður­staðan eftir ó­trú­legan síðari hálf­leik

Hörmulegt gengi enska karlalandsliðsins í fótbolta virtist vera að halda áfram þegar Þýskaland var komið 2-0 yfir á Wembley í kvöld. Á meðan enska kvennalandsliðið stóð uppi sem Evrópumeistari í sumar hefur lítið gengið hjá karlaliði Englands. Lærisveinar Gareth Southgate komu hins vegar til baka og virtust vera að landa 3-2 sigri þangað til í blálokin, lokatölur 3-3 í ótrúlegum seinni hálfleik.

„Enginn tími til að renna á rassinn núna”

Stjarnan sigraði Þór/KA örugglega, 0-4, í Boganum á Akureyri í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 2. sæti og er því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina hvað varðar Evrópusæti.

Sakar Niemann um enn meira svindl

Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl.

Audrey Rose Baldwin í marki Stjörnunnar á Akur­eyri

Audrey Rose Baldwin er í marki Stjörnunnar í dag en liðið sækir Þór/KA heim í Bestu deild kvenna í fótbolta. Baldwin gekk í raðir Stjörnunnar í dag á neyðarláni þar sem meiðsli herja á markverði Stjörnunnar.

Viktor Gísli tæpur fyrir landsleikina

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er kominn í kapphlaup við tímann um að geta verið með íslenska landsliðinu þegar undankeppni EM hefst í næsta mánuði.

Grindavík fær fjölhæfan Slóvena

Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar.

Sjá næstu 50 fréttir