Kross 3. umferðar: Mutombo á Ísafirði og bangsaknús Róberts Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2022 10:01 Þrjú lið eru enn ósigruð í Olís-deild karla. vísir/diego Þriðja umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. KA vann Hörð í fyrsta heimaleik Ísfirðinga í efstu deild, Valur lagði FH að velli og er eina liði deildarinnar með fullt hús stiga, Grótta vann sterkan sigur á Stjörnunni í spennuleik, Fram var sterkara á svellinu en Afturelding á lokamínútunum í leik liðanna í Úlfarsárdal, Stefán Huldar Stefánsson bjargaði Haukum gegn Selfossi og ÍBV skoraði 43 mörk þegar liðið vann fimmtán marka sigur á ÍR. Umfjöllun og viðtöl úr 2. umferð Olís-deildar karla Hörður 27-31 KA ÍBV 43-28 ÍR Fram 28-26 Afturelding Grótta 29-28 Stjarnan Haukar 27-26 Selfoss FH 28-33 Valur Góð umferð fyrir ... Samherjar Ólafs Brim Stefánssonar fagna honum eftir sigur Fram á Aftureldingu.vísir/diego Ólaf Brim Stefánsson Frammarar eru enn ósigraðir í Olís-deildinni á tímabilinu. En þegar sex mínútur voru eftir af leiknum gegn Aftureldingu benti fátt til þess, enda Fram tveimur mörkum undir, 23-25. Þá tók Ólafur til sinna ráða. Hann skoraði næstu tvö mörk og jafnaði í 25-25. Ólafur hafði ekki lokið sér af og skoraði síðasta mark Fram úr hraðaupphlaupi, 28-26. Á síðustu fjórtán mínútum leiksins skoraði hann fjögur mörk, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni. Frábær endir á leiknum hjá þessum mjög svo drjúga leikmanni. Gróttu Seltirningar ætla að vera með vesen í Olís-deildinni í vetur og sýndu það með flottum 29-28 sigri á Stjörnumönnum í frábærri stemmningu á Nesinu. Hinn danski Theis Koch Søndergård var hetja Gróttu en hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins. Birgir Steinn Jónsson var frábær í seinni hálfleik og Andri Þór Helgason var pottþéttur að vanda. Róbert Gunnarsson hefur farið vel af stað í fyrsta þjálfarastarfi sínu og ástríðan leynir sér ekki. Eftir leikinn gegn Stjörnunni umbreyttist hann í Jürgen Klopp og bangsaknúsaði alla sem vildu, eða vildu ekki. Stefán Huldar Stefánsson Stefán Huldar fékk ekki beint traustsyfirlýsingu þegar Haukar sömdu við Matas Pranckevicius. Sá litháíski var góður í sigrinum á KA í 1. umferð en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, hélt Matas lengi inn á gegn Selfossi en gafst loks upp um miðbik seinni hálfleiks og skipti um markvörð. Og Stefán Huldar þakkaði traustið með því að verja fjögur af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. Stefán Huldar sá til þess að Haukar fengju bæði stigin þegar hann varði frá Guðjóni Baldri Ómarssyni á lokaandartökum leiksins. Slæm umferð fyrir ... Egill Magnússon skaut nánast eintómum púðurskotum gegn Val.vísir/diego Egill Magnússon Garðbæingurinn náði sér engan veginn á strik þegar FH tapaði öðrum heimaleik sínum á tímabilinu, 28-33 fyrir Val. Egill átti sannkallaðan hauskúpuleik á fimmtudaginn. Hann skoraði aðeins tvö mörk úr níu skotum og tapaði boltanum í þrígang. Þú veist að þú átt slakan leik þegar töpuðu boltarnir eru fleiri en mörkin. Eftir því sem leið á leikinn virtist Egill svo nánast vera kominn að fótum fram. FH-ingar verða að fá meira frá honum á næstunni þótt erfitt sé að treysta á hann vegna tíðra meiðsla. Í tveimur leikjum sínum á tímabilinu hefur Egill skorað samtals fimm mörk úr sextán skotum. Alla aðra en Björgvin hjá Stjörnunni Björgvin Hólmgeirsson átti stórkostlegan leik gegn Gróttu og skoraði tólf mörk. Það dugði þó ekki til og hann hefur eflaust viljað bróka samherja sína sem hjálpuðu honum lítið í leiknum. Allt í Stjörnusókninni fór í gegnum Björgvin; liðið treysti mikið á skot fyrir utan og var aðeins með átta stoðsendingar í öllum leiknum. Tandri Már Konráðsson er ekki enn kominn í gang í sókninni, Hergeir Grímsson hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu tveimur leikjum og lítið kemur út úr hægri skyttustöðunni. Eftir frábæran útisigur á FH í 1. umferð hefur Stjarnan verið harkalega jarðtengd. Vörn ÍR ÍR-ingar skoruðu 28 mörk í Eyjum sem þykir harla gott. Samt áttu þeir ekki möguleika í leiknum. Breiðhyltingar réðu ekkert við hraðan leik Eyjamanna sem skoruðu 23 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu tuttugu mörkum við í seinni hálfleik og enduðu því með 43 mörk sem er alveg rosalega mikið. ÍR hefur fengið tvo skelli í fyrstu þremur umferðunum en Bjarni Fritzson, þjálfari liðsins, getur samt verið nokkuð sáttur enda unnu Breiðhyltingar frábæran sigur á Haukum og eru því komnir á blað. Þeir þurfa bara að eyða Eyjaleiknum úr minninu sem fyrst og mæta borubrattir til leiks í nýliðaslaginn gegn Herði í næstu umferð. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Gunnar Magnússon kveðst ánægður með frammistöðu Aftureldingar það sem af er tímabili þótt stigasöfnunin sé rýr.vísir/diego Afturelding hefur spilað nokkuð vel í fyrstu þremur leikjunum en samt hefur Gunnari Magnússyni ekki fundið plástur á hælsæri síðasta tímabils því Mosfellingar eru enn slakir á lokamínútum leikja. Þeir voru til að mynda með tveggja marka forystu þegar sex mínútur voru eftir gegn Frömmurum á fimmtudaginn en töpuðu lokakaflanum 5-1 og klúðruðu lokasókninni þar sem þeir voru sjö gegn fjórum. Lítið hefði þurft til að Afturelding væri með sex stig en staðreyndin er sú að liðið er einungis með eitt. Þessar ófarir Mosfellinga á lokamínútunum undanfarna mánuði eru farnar að leggjast á sálartetrið og skildi engan undra. Afturelding er með fínt lið og frammistaðan þar til svona fimm mínútur eru eftir er jafnan góð. En þá fer allt í hundana. Besti ungi leikmaðurinn Stóru mennirnir í vörn FH réðu lítið við Benedikt Gunnar Óskarsson.vísir/diego Benedikt Gunnar Óskarsson sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Valur vann góðan sigur á FH í Kaplakrika. Hann skoraði sex mörk úr átta skotum og gaf sjö stoðsendingar í leiknum og var besti maður vallarins. Benedikt er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn sem leikstjórnandi númer eitt hjá Val og Snorri Steinn Guðjónsson virðist treysta honum fullkomlega. Og skiljanlega, enda verður Benedikt alltaf betri og betri og beittari og beittari. Mutumbo umferðarinnar Stefán Freyr Jónsson átti fína innkomu í markið hjá Herði gegn KA. Hann varði sex skot og veifaði vísifingrinunum í gríð og erg eftir hvert þeirra. Dikembe Mutombo hefði verið stoltur af tilburðum Stefáns en hann gerði þetta jafnan eftir að hafa varið skot. Það gerðist nokkuð oft því Mutombo varði alls 3289 skot á ferli sínum í NBA-deildinni. Stefán Freyr þarf að gefa verulega í ef hann ætlar að ná viðlíka tölfræði en hann er allavega búinn að fullkomna abbababb-ekki-á-minni-vakt-góði hreyfinguna. Klippa: Vörslur Stefáns Freys gegn KA Andstæður umferðarinnar Mikill munur var á búningum Harðar og KA í leik liðanna á Ísafirði. Á meðan KA er enn í auglýsingastrípuðu blakbúningunum sínum eru svona þrjátíu auglýsingar á treyju Harðar. Þar fer ekki fersentímetri til spillis. Búningar Harðar eru, hvað skal segja, áhugaverðir. En KA verður að fá sína búninga sem fyrst því það sem ekki sjón að sjá þá í þessum albláa klæðnaði sem þeir hafa verið í byrjun tímabils. Tölfræði sem stakk í augun Víða var pottur brotinn hjá Herði gegn KA. Meðal annars var skotnýting Ísfirðinga úr hornum afleit en aðeins þrjú af ellefu hornaskotum þeirra rötuðu rétta leið (27 prósent). Tadeo Ulises Salduna í hægra horninu klikkaði til að mynda á öllum fjórum skotunum sem hann tók. Ljóst er að róðurinn verður erfiður fyrir Harðarmenn í vetur en þeir geta auðveldað sér lífið töluvert með því að nýta dauðafærin sín betur. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Einar Rafn Eiðsson (KA) - 10,0 Viktor Sigurðsson (ÍR) - 8,61 Birkir Benediktsson (Afturelding) - 7,76 Birgir Steinn Jónsson (Grótta) - 8,68 Einar Sverrisson (Selfoss) - 8,93 Benedikt Gunnar Óskarsson (Valur) - 9,23 Handboltarokk umferðarinnar Þótt stærsti smellur suður-afrísku sveitarinnar Seether, „Remedy“, hafi komið út 2005 er óhætt að flokka það sem handboltarokk. Söngvarinn Shaun Morgan er eins konar blanda af Scott Stapp og Fred Durst og reynir all svakalega á þanþol tilgerðarinnar. Og það kemur svona líka dásamlega út. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FZLILV18ut8">watch on YouTube</a> Olís-deild karla Tengdar fréttir Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“ „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta. 26. september 2022 23:31 Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. 26. september 2022 12:00 „Þetta er Klopp-syndrome“ Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum. 25. september 2022 08:00 „Ungur strákur sem átti margt ólært“ Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni. 24. september 2022 23:31 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
KA vann Hörð í fyrsta heimaleik Ísfirðinga í efstu deild, Valur lagði FH að velli og er eina liði deildarinnar með fullt hús stiga, Grótta vann sterkan sigur á Stjörnunni í spennuleik, Fram var sterkara á svellinu en Afturelding á lokamínútunum í leik liðanna í Úlfarsárdal, Stefán Huldar Stefánsson bjargaði Haukum gegn Selfossi og ÍBV skoraði 43 mörk þegar liðið vann fimmtán marka sigur á ÍR. Umfjöllun og viðtöl úr 2. umferð Olís-deildar karla Hörður 27-31 KA ÍBV 43-28 ÍR Fram 28-26 Afturelding Grótta 29-28 Stjarnan Haukar 27-26 Selfoss FH 28-33 Valur Góð umferð fyrir ... Samherjar Ólafs Brim Stefánssonar fagna honum eftir sigur Fram á Aftureldingu.vísir/diego Ólaf Brim Stefánsson Frammarar eru enn ósigraðir í Olís-deildinni á tímabilinu. En þegar sex mínútur voru eftir af leiknum gegn Aftureldingu benti fátt til þess, enda Fram tveimur mörkum undir, 23-25. Þá tók Ólafur til sinna ráða. Hann skoraði næstu tvö mörk og jafnaði í 25-25. Ólafur hafði ekki lokið sér af og skoraði síðasta mark Fram úr hraðaupphlaupi, 28-26. Á síðustu fjórtán mínútum leiksins skoraði hann fjögur mörk, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni. Frábær endir á leiknum hjá þessum mjög svo drjúga leikmanni. Gróttu Seltirningar ætla að vera með vesen í Olís-deildinni í vetur og sýndu það með flottum 29-28 sigri á Stjörnumönnum í frábærri stemmningu á Nesinu. Hinn danski Theis Koch Søndergård var hetja Gróttu en hann skoraði tvö síðustu mörk liðsins. Birgir Steinn Jónsson var frábær í seinni hálfleik og Andri Þór Helgason var pottþéttur að vanda. Róbert Gunnarsson hefur farið vel af stað í fyrsta þjálfarastarfi sínu og ástríðan leynir sér ekki. Eftir leikinn gegn Stjörnunni umbreyttist hann í Jürgen Klopp og bangsaknúsaði alla sem vildu, eða vildu ekki. Stefán Huldar Stefánsson Stefán Huldar fékk ekki beint traustsyfirlýsingu þegar Haukar sömdu við Matas Pranckevicius. Sá litháíski var góður í sigrinum á KA í 1. umferð en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, hélt Matas lengi inn á gegn Selfossi en gafst loks upp um miðbik seinni hálfleiks og skipti um markvörð. Og Stefán Huldar þakkaði traustið með því að verja fjögur af þeim níu skotum sem hann fékk á sig. Stefán Huldar sá til þess að Haukar fengju bæði stigin þegar hann varði frá Guðjóni Baldri Ómarssyni á lokaandartökum leiksins. Slæm umferð fyrir ... Egill Magnússon skaut nánast eintómum púðurskotum gegn Val.vísir/diego Egill Magnússon Garðbæingurinn náði sér engan veginn á strik þegar FH tapaði öðrum heimaleik sínum á tímabilinu, 28-33 fyrir Val. Egill átti sannkallaðan hauskúpuleik á fimmtudaginn. Hann skoraði aðeins tvö mörk úr níu skotum og tapaði boltanum í þrígang. Þú veist að þú átt slakan leik þegar töpuðu boltarnir eru fleiri en mörkin. Eftir því sem leið á leikinn virtist Egill svo nánast vera kominn að fótum fram. FH-ingar verða að fá meira frá honum á næstunni þótt erfitt sé að treysta á hann vegna tíðra meiðsla. Í tveimur leikjum sínum á tímabilinu hefur Egill skorað samtals fimm mörk úr sextán skotum. Alla aðra en Björgvin hjá Stjörnunni Björgvin Hólmgeirsson átti stórkostlegan leik gegn Gróttu og skoraði tólf mörk. Það dugði þó ekki til og hann hefur eflaust viljað bróka samherja sína sem hjálpuðu honum lítið í leiknum. Allt í Stjörnusókninni fór í gegnum Björgvin; liðið treysti mikið á skot fyrir utan og var aðeins með átta stoðsendingar í öllum leiknum. Tandri Már Konráðsson er ekki enn kominn í gang í sókninni, Hergeir Grímsson hefur átt erfitt uppdráttar í síðustu tveimur leikjum og lítið kemur út úr hægri skyttustöðunni. Eftir frábæran útisigur á FH í 1. umferð hefur Stjarnan verið harkalega jarðtengd. Vörn ÍR ÍR-ingar skoruðu 28 mörk í Eyjum sem þykir harla gott. Samt áttu þeir ekki möguleika í leiknum. Breiðhyltingar réðu ekkert við hraðan leik Eyjamanna sem skoruðu 23 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu tuttugu mörkum við í seinni hálfleik og enduðu því með 43 mörk sem er alveg rosalega mikið. ÍR hefur fengið tvo skelli í fyrstu þremur umferðunum en Bjarni Fritzson, þjálfari liðsins, getur samt verið nokkuð sáttur enda unnu Breiðhyltingar frábæran sigur á Haukum og eru því komnir á blað. Þeir þurfa bara að eyða Eyjaleiknum úr minninu sem fyrst og mæta borubrattir til leiks í nýliðaslaginn gegn Herði í næstu umferð. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Gunnar Magnússon kveðst ánægður með frammistöðu Aftureldingar það sem af er tímabili þótt stigasöfnunin sé rýr.vísir/diego Afturelding hefur spilað nokkuð vel í fyrstu þremur leikjunum en samt hefur Gunnari Magnússyni ekki fundið plástur á hælsæri síðasta tímabils því Mosfellingar eru enn slakir á lokamínútum leikja. Þeir voru til að mynda með tveggja marka forystu þegar sex mínútur voru eftir gegn Frömmurum á fimmtudaginn en töpuðu lokakaflanum 5-1 og klúðruðu lokasókninni þar sem þeir voru sjö gegn fjórum. Lítið hefði þurft til að Afturelding væri með sex stig en staðreyndin er sú að liðið er einungis með eitt. Þessar ófarir Mosfellinga á lokamínútunum undanfarna mánuði eru farnar að leggjast á sálartetrið og skildi engan undra. Afturelding er með fínt lið og frammistaðan þar til svona fimm mínútur eru eftir er jafnan góð. En þá fer allt í hundana. Besti ungi leikmaðurinn Stóru mennirnir í vörn FH réðu lítið við Benedikt Gunnar Óskarsson.vísir/diego Benedikt Gunnar Óskarsson sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Valur vann góðan sigur á FH í Kaplakrika. Hann skoraði sex mörk úr átta skotum og gaf sjö stoðsendingar í leiknum og var besti maður vallarins. Benedikt er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn sem leikstjórnandi númer eitt hjá Val og Snorri Steinn Guðjónsson virðist treysta honum fullkomlega. Og skiljanlega, enda verður Benedikt alltaf betri og betri og beittari og beittari. Mutumbo umferðarinnar Stefán Freyr Jónsson átti fína innkomu í markið hjá Herði gegn KA. Hann varði sex skot og veifaði vísifingrinunum í gríð og erg eftir hvert þeirra. Dikembe Mutombo hefði verið stoltur af tilburðum Stefáns en hann gerði þetta jafnan eftir að hafa varið skot. Það gerðist nokkuð oft því Mutombo varði alls 3289 skot á ferli sínum í NBA-deildinni. Stefán Freyr þarf að gefa verulega í ef hann ætlar að ná viðlíka tölfræði en hann er allavega búinn að fullkomna abbababb-ekki-á-minni-vakt-góði hreyfinguna. Klippa: Vörslur Stefáns Freys gegn KA Andstæður umferðarinnar Mikill munur var á búningum Harðar og KA í leik liðanna á Ísafirði. Á meðan KA er enn í auglýsingastrípuðu blakbúningunum sínum eru svona þrjátíu auglýsingar á treyju Harðar. Þar fer ekki fersentímetri til spillis. Búningar Harðar eru, hvað skal segja, áhugaverðir. En KA verður að fá sína búninga sem fyrst því það sem ekki sjón að sjá þá í þessum albláa klæðnaði sem þeir hafa verið í byrjun tímabils. Tölfræði sem stakk í augun Víða var pottur brotinn hjá Herði gegn KA. Meðal annars var skotnýting Ísfirðinga úr hornum afleit en aðeins þrjú af ellefu hornaskotum þeirra rötuðu rétta leið (27 prósent). Tadeo Ulises Salduna í hægra horninu klikkaði til að mynda á öllum fjórum skotunum sem hann tók. Ljóst er að róðurinn verður erfiður fyrir Harðarmenn í vetur en þeir geta auðveldað sér lífið töluvert með því að nýta dauðafærin sín betur. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Einar Rafn Eiðsson (KA) - 10,0 Viktor Sigurðsson (ÍR) - 8,61 Birkir Benediktsson (Afturelding) - 7,76 Birgir Steinn Jónsson (Grótta) - 8,68 Einar Sverrisson (Selfoss) - 8,93 Benedikt Gunnar Óskarsson (Valur) - 9,23 Handboltarokk umferðarinnar Þótt stærsti smellur suður-afrísku sveitarinnar Seether, „Remedy“, hafi komið út 2005 er óhætt að flokka það sem handboltarokk. Söngvarinn Shaun Morgan er eins konar blanda af Scott Stapp og Fred Durst og reynir all svakalega á þanþol tilgerðarinnar. Og það kemur svona líka dásamlega út. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FZLILV18ut8">watch on YouTube</a>
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“ „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta. 26. september 2022 23:31 Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. 26. september 2022 12:00 „Þetta er Klopp-syndrome“ Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum. 25. september 2022 08:00 „Ungur strákur sem átti margt ólært“ Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni. 24. september 2022 23:31 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“ „Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta. 26. september 2022 23:31
Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“ Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið. 26. september 2022 12:00
„Þetta er Klopp-syndrome“ Farið var yfir stemninguna hjá Gróttu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Róbert Gunnarsson, þjálfari liðsins, fagnaði sigrinum á Stjörnunni vel og innilega með leikmönnum sínum. 25. september 2022 08:00
„Ungur strákur sem átti margt ólært“ Slegið var á létta strengi í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi hafði nefnilega grafið upp fermingarmyndir af sérfræðingum þáttarins sem og sjálfum sér. Ásamt Stefáni Árna voru þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Jóhann Einar Gunnarsson að þessu sinni. 24. september 2022 23:31