Handbolti

Harðarmenn sækja áfram á brasilísk mið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harðarmenn sækja ÍR-inga heim á fimmtudaginn.
Harðarmenn sækja ÍR-inga heim á fimmtudaginn. vísir/hulda margrét

Hörður heldur áfram að safna liði og hefur samið við brasilískan miðjumann, Jhonatan Cristiano Ribeiro Dos Santos.

Hann er annar Brasilíumaðurinn sem semur við nýliðana en áður var markvörðurinn Emannuel Augusto Evangelista kominn vestur. Hann á þó enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir Hörð þar sem hann hefur ekki fengið leikheimild.

Jhonatan, sem er 24 ára, kemur til Harðar frá Sorocabo í heimalandinu. Í fréttatilkynningu frá Herði er hann sagður einstaklega lunkinn, eldfljótur og góður skotmaður.

Leikmannahópur Harðar er fjölþjóðlegur en í honum eru leikmenn frá átta löndum. Þá er þjálfari liðsins, Carlos Martin Santos, spænskur.

Hörður hefur tapað báðum leikjum sínum í Olís-deildinni á tímabilinu. Næsti leikur Harðar er gegn hinum nýliðunum, ÍR, á fimmtudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.