Fleiri fréttir

Arnar vill ekki að leikurinn í kvöld kosti Ísland tvo milljarða
Ef að Arnar Þór Viðarsson eða leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kysu að gefa bara skít í leikinn við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld eru ágætar líkur á að sú afstaða kæmi illilega í hausinn á þeim að ári liðnu. Sigur í kvöld gæti nefnilega opnað varaleið inn á EM í Þýskalandi 2024.

Sigvaldi og Hákon Daði snúa aftur en ekkert pláss fyrir Donna
Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM í næsta mánuði.

Kristian hleypt lausum og Ísland gæti opnað leið að Ólympíuleikum
Íslenska U21-landsliðið í fótbolta leikur afar þýðingarmikinn leik í Tékklandi klukkan 16 í dag og þarf á sigri að halda eftir 2-1 tap á heimavelli.

Segir að enginn hafi verið gagnrýndur meira en Maguire
Luke Shaw segir að Harry Maguire sé meira gagnrýndur en nokkur leikmaður sem hann veit um.

Kross 3. umferðar: Mutombo á Ísafirði og bangsaknús Róberts
Þriðja umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld.

Harden segist hafa lést um 45 kg í sumar
James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, æfði greinilega vel í sumar því hann greindi frá því á blaðamannafundi að hann hefði lést verulega mikið frá síðasta tímabili.

Kýldi samherja sinn í þrígang eftir tap
Það er ekki nóg með að ekkert gangi inni á vellinum hjá Malí á HM í körfubolta kvenna heldur virðist liðsandinn vera í molum.

Var bannað að tala um varnarvegg eftir fráfall Díönu
Lýsendur og álitsgjafar hjá BBC voru beðnir um að tala ekki um varnarveggi eftir fráfall Díönu prinsessu fyrir 25 árum.

Stjóri United hrósaði Dagnýju í hástert
Knattspyrnustjóri Manchester United, Marc Skinner, hældi Dagnýju Brynjarsdóttur, fyrirliða West Ham United, á hvert reipi fyrir leik liðanna í fyrradag.

Cantona stakk upp á því að verða forseti fótboltamála hjá Manchester United
Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu.

Dagskráin í dag: Ljósleiðaradeildin í CS:GO
Það er heildur róleg dagskrá hjá okkur í dag en það er þó ein bein útsending framundan. Ljósleiðaradeildin í Counter-Strike:Global Offensive er á sínum stað.

Handkastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leikmenn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“
„Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta.

Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“
England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið.

„Er bara að leika mér til að gera fólk á internetinu brjálað“
Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartaði vægast sagt áhugaverðri hárgreiðslu þegar leikmenn liðsins ræddu við fjölmiðla fyrir komandi tímabil.

Kylfusveinninn Tiger gaf syninum góð ráð sem leiddu til hans besta hrings frá upphafi
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það stefnir allt í að áður en langt um líður verði nafnið Woods aftur meðal stærstu nafna golfheimsins. Charlie Woods, sonur Tiger Woods, virðist nefnilega ætla að feta í fótspor föður síns á golfvellinum.

Ítalía í undanúrslit
Ítalía er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ungverjalandi. Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins kæmist í undanúrslit. Jafntefli hefði dugað Ungverjum en allt kom fyrir ekki.

Jafntefli niðurstaðan eftir ótrúlegan síðari hálfleik
Hörmulegt gengi enska karlalandsliðsins í fótbolta virtist vera að halda áfram þegar Þýskaland var komið 2-0 yfir á Wembley í kvöld. Á meðan enska kvennalandsliðið stóð uppi sem Evrópumeistari í sumar hefur lítið gengið hjá karlaliði Englands. Lærisveinar Gareth Southgate komu hins vegar til baka og virtust vera að landa 3-2 sigri þangað til í blálokin, lokatölur 3-3 í ótrúlegum seinni hálfleik.

„Enginn tími til að renna á rassinn núna”
Stjarnan sigraði Þór/KA örugglega, 0-4, í Boganum á Akureyri í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 2. sæti og er því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina hvað varðar Evrópusæti.

Sakar Niemann um enn meira svindl
Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl.

Ármann fékk loks að fara á æfingu í Laugardalshöll: „Vonandi er þetta komið til að vera“
Fyrsta íþróttaæfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag eftir langvinnar framkvæmdir á húsnæðinu. Frekari vinnu er þó þörf í aðstæðum barnastarfs í Laugardal.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í annað sætið eftir stórsigur
Stjarnan gjörsigraði Þór/KA, 4-0, í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Sigurinn var aldrei í hættu og voru gestirnir 3-0 yfir í hálfleik. Með sigrinum fer Stjarnan upp í 2. sæti fyrir lokaumferðina sem gefur þeim Evrópusæti ef svo fer að lokum að þær hirði annað sætið.

Varnarmaður Barcelona frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina
Úrúgvæinn Ronald Araújo, varnarmaður spænska fótboltaliðsins Barcelona, meiddist í landsleikjahléinu og þarf að fara í aðgerð. Hann verður frá næstu tvo til þrjá mánuðina og mun missa af HM.

Audrey Rose Baldwin í marki Stjörnunnar á Akureyri
Audrey Rose Baldwin er í marki Stjörnunnar í dag en liðið sækir Þór/KA heim í Bestu deild kvenna í fótbolta. Baldwin gekk í raðir Stjörnunnar í dag á neyðarláni þar sem meiðsli herja á markverði Stjörnunnar.

Viktor Gísli tæpur fyrir landsleikina
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er kominn í kapphlaup við tímann um að geta verið með íslenska landsliðinu þegar undankeppni EM hefst í næsta mánuði.

Grindavík fær fjölhæfan Slóvena
Eftir að hafa byrjað tímabilið á góðum sigri gegn deildarmeisturum Fjölnis hafa Grindvíkingar nú fengið til slóvensku körfuboltakonuna Elmu Dautovic til að styrkja liðið enn frekar.

Nýr stjóri á átján leikja fresti og nú er það Bilic
Enska knattspyrnufélagið Watford hefur ráðið Slaven Bilic, fyrrverandi þjálfara Króatíu og West Ham, sem knattspyrnustjóra til næstu átján mánaða.

Með tvær stoðsendingaþrennur á tveimur vikum
Í tveimur af síðustu fjórum leikjum Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta hefur Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir verið með stoðsendingaþrennu.

Fjórir Frakkar reknir út af í sama leiknum
Upp úr sauð í leik U-18 ára landsliða Frakklands og Póllands í fótbolta í gær. Hætta þurfti leik eftir af fjórir Frakkar fengu rautt spjald.

„Komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu“
„Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í rútunni á leið norður í leik við Þór/KA. Stjarnan er allt í einu komin í kjörstöðu í baráttunni um Evrópusæti í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Heimir hefði ekki valið Messi og félaga
Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins.

Ólsarar framlengja ekki við Guðjón
Guðjón Þórðarson heldur ekki áfram sem þjálfari 2. deildarliðs Víkings Ó. Stjórn knattspyrnudeildar félagsins ákvað að framlengja ekki samning hans.

Þreyttur á umræðunni um Gróttu: „Þetta eru ekki einhverjir gúbbífiskar“
Arnar Daði Arnarsson segir tíma til kominn að Grótta sé tekin alvarlega sem gott Olís-deildarlið.

Smæðarsmánuðum Martínez sama um gagnrýnina
Lisandro Martínez, leikmaður Manchester United, gefur lítið fyrir gagnrýnina að hann sé of smávaxinn til að spila sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni.

Mjög stoltur en vill enda með bræðrunum á Húsavík
Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti met Erlings Kristjánssonar á dögunum sem leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild í fótbolta. Hann á nú öll helstu leikja- og markamet KA í fótbolta karla.

Skoraði bæði fyrsta og síðasta heimavallarmark Orlando á tímabilinu
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði í síðasta heimaleik Orlando Pride í bandarísku deildinni á tímabilinu. Liðið gerði þá 2-2 jafntefli við San Diego Wave.

Ánægður með að Englendingar séu fúlir út í hann
Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, er ánægður með að stuðningsmenn enska landsliðsins séu reiðir út í hann því hann valdi að spila fyrir þýska landsliðið.

Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður
Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu.

Stoltur af því að hafa selt partíglaðan Ronaldo
Fabio Capello kveðst vera stoltur af því að hafa selt Brasilíumanninn Ronaldo frá Real Madrid vegna lífstíls hans.

Trompaðist eftir misheppnaða lokasókn
Bræðiskast sóknarþjálfara NFL-liðsins Buffalo Bills eftir tap fyrir Miami Dolphins í gær hefur vakið mikla athygli.

„Var rekinn því ég er 65 ára hvítur karlmaður“
Mark Lawrenson, fyrrverandi leikmaður Liverpool, ber sig aumlega í viðtali við The Sunday Times og segist hafa verið rekinn frá BBC fyrir að vera 65 ára hvítur karlmaður eins og hann orðar það.

Æf út í Ronaldo fyrir að eyðileggja síma einhverfs sonar síns
Móðir fjórtán ára einhverfs stuðningsmanns Everton vill að Cristiano Ronaldo fái viðeigandi refsingu fyrir að eyðileggja síma sonar síns.

Ástríkur, Steinríkur og Zlatan Ibrahimović
Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík.

Dagskráin í dag: Besta, Olís og Bestu mörkin
Við hefjum vikuna með látum þar sem það eru fimm beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Flestir áhorfendur á leikjum Barcelona | Fleiri hjá Sunderland en Juventus
Þó skammt sé liðið á fótboltaveturinn er alltaf skemmtilegt að kíkja á áhugaverða tölfræði. Nú hefur meðalfjöldi áhorfenda í stærstu deildum Evrópu karla megin, og víðar, verið tekinn saman. Þar kemur nokkuð margt á óvart.