Fleiri fréttir

Sigurmarkið kom á sautjándu mínútu uppbótartíma

Katar tók á móti Alsír í undanúrslitum Arab Cup í knattspyrnu í gær þar sem að gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Það sem gerir sigurmarkið áhugavert er að það kom á sautjándu mínútu uppbótartíma.

Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum

Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði  83-74 fyrir heimamenn. 

Sex sigurleikir í röð hjá Liverpool

Liverpool vann sinn sjötta deildarleik í röð er liðið tók á móti Newcastle á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-1 og Liverpool heldur í við topplið Manchester City.

Chelsea að heltast úr lestinni

Chelsea tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni er liðið tók á móti Everton í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City.

Halldór Jóhann: Heppnin var með okkur í liði

Selfoss vann eins marks sigur á Fram 28-27. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Selfoss hafði betur að lokum. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigur kvöldsins.

Öruggur sigur Njarðvíkinga gegn ÍR

Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 109-81.

Teitur og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir átta marka sigur gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-19.

„Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum blaðamanna eftir að ljóst var hvaða lönd verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst á næsta ári. Hann segir að þrátt fyrir að þekktustu leikmenn heims séu ekki á leið til Íslands sé um mjög krefjandi verkefni að ræða.

Frakkar hefja titilvörnina í riðli A1

Nú rétt í þessu lauk drættinum í riðla næstu Þjóðadeildar sem hefst á næsta ári og óhætt er að segja að nokkrar áhugaverðar viðureignir séu framundan.

Öðrum leik hjá United frestað

Leik Manchester United og Brighton í ensku úrvalsdeildinni sem átti að fara fram í hádeginu á laugardaginn hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita í herbúðum United.

Enn að jafna sig af Covid en skoraði tvö

Kevin De Bruyne segist enn finna fyrir afleiðingum þess að hafa smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir að hann hafi átt stórleik í 7-0 sigri Manchester City gegn Leeds á þriðjudaginn.

Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram

„Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net.

Kallaður Greta Thunberg fótboltans

Norski knattspyrnumaðurinn Morten Thorsby valdi sér treyju númer 2 hjá Sampdoria til að minna á markmið um að hlýnun jarðar fari ekki yfir tvær gráður.

Sveindís og Kári knattspyrnufólk ársins

Sveindís Jane Jónsdóttir og Kári Árnason hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2021 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem bæði fá þessa viðurkenningu.

Sara Rún og Elvar körfuboltafólk ársins

Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson voru valin körfuboltafólk ársins 2021 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Elvar fær hana.

Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu

Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder.

Ætla sér að koma boltanum í netið gegn PSG

Breiðablik leikur í kvöld sinn síðasta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur náð í eitt stig í leikjunum fimm sem búnir eru en á þó enn eftir að skora mark.

Sjá næstu 50 fréttir